Sunday, April 29, 2012

African flower

 Nú er ég skyndilega mjög upptekin af því að hekla. Líklega vegna þess að það bíða svo mörg prjónaverkefni eftir því að klárast.


Á pinterest fann ég þetta fallega munstur sem kallast african flower. Ég stormaði í Europris og keypti mér nokkrar dokkur af bómullargarni. Það er nógu ódýrt garnið þar til að maður tími að kaupa nokkra liti að leika sér með.


Ég hef verið að hekla stakar dúllur og eru þær hugsaðar sem glasamottur fyrir sumarið ... og líklega bara lengur þar sem þær eru mjög fallegar.


 Slóðin að uppskriftinni er http://www.craftpassion.com/2011/04/crochet-african-flower-paperweight-granny.html/2 og eru útskýringar góðar bæði í orði (ensku) og leiðbeiningarmyndum sem fylgja með.


Svona líta þær út, 6 saman.

Now I'm suddenly very busy to crocheting. Probably because so many knitting projects waits for to be finished. On the Pinterest web I found this beautiful pattern called African flower. I stormed into local yarn shop and bought me a couple of colorful cotton yarn. I've been crocheting dollies and are they intended as a glass mats for the summer ... and probably longer because they look colorfull and beautiful. The path for the flower is http://www.craftpassion.com/2011/04/crochet-african-flower-paperweight-granny.html/2 and it contains good explanations both in words (English) and picture instructions.


 Svo er það skýjatrefillinn. Svona lítur hann út núna og það er auðvelt að sjá að það hefur verið frekar skýjað síðan um miðjan mars. Ég held að einu sinni eða tvisvar hafi ég verði farin að hafa áhyggjur af því hvað hann er grár og notað þokkalegan vilja til að sigta út þegar himininn var nokkuð blár og prjónaði þá.

Then there is the cloud scarf. On it it´s easy to see that it's been pretty cloudy since mid-March. I think once or twice I started to worry about that it was rather gray and probably used my good will to look out when the sky was quite blue and knitted then.


 Í dag dró ég upp eitt af skrilljón verkefnunum mínum sem ég hef byrjað á og ekki klárað. Kúapúðinn hefur beðið ansi lengi eftir að ég veitti honum athygli. Ég ætla áð reyna að þrauka og sauma sem mest, kanski að klára hann.

To day I pulled up one of my skrilljón projects I've started and not finished.The cow pad has waited quite long to have my attention. I will give it my interest as long as nothing else will cath my attention. Talking about atention span......


Að lokum er það candy garnið sem ég keypti mér í vetur. Ég er reyndar ekkert búin að gera úr því en það tekur sig sérdeilis vel út í skál inn í stofu.

At last there is a picture of the candy yarn that I bought this winter. I haven´t actually done anything with it but it looks nice in a bowl in the living room.

Saturday, April 14, 2012

Kerti

Nýjasta dellan mín er að skreyta kerti með servíettum.


Það er ekki mikið mál að búa til flott kerti úr einföldu sem maður getur keypt á 300 kr. í búð.
Það sem þarf er flott servíetta, kerti, vaxpappír (ekki bökunar), skæri og hitablasari.


Ólöf systir kenndi mér þetta. Maður byrjar á því að kljúfa servíettuna í sundur þannig að einfalt lag er notað. Það er klippt til og lagt utan um kertið. Síðan er vaxpappírinn setur utan um.


Svo er blásið á allt þetta með blásaranum. Það þarf að gæta þess að blása það lengi að servíettan bráðnar inn í kertið en samt ekki svo lengi að kertið líti út eins og það hafi bráðnað.


Og blása og blása og blása .....


Að lokum snyrtir maður pappírinn til svo brúnin verði flott. Á myndinni hér fyrir neðan á ég t.d. eftir að snyrta brúnina, ég veit ekki af hverju ég tók ekki mynd af tilbúnu kertinu. Ef það næst ekki að snyrta brúnina vel til, lagast hún fljótt eftir að byrjað er að brenna kertið.


My latest interest is to decorate candles with napkins. It is not hard to create a cool candles from simple one you can buy cheap. My sister taught me how to do this.

 What is needed is a napkin, candle, vaxed paper (not baking), scissors and heatblower (hopefully the right word for this tool).
One begins by splitting the napkin apart so that a simple layer is used. It is cut and placed around the candle. Then the waxed paper is sets around the candle.Then the heat from the blower is used to melt the napkin in to the candle. It has to be done carefully or the candle will be unewen.

 Finally the napkin is groomed on the edge.

Monday, April 9, 2012

Hello Kitty

Það er alveg ótrúlegt hvað ég er alltaf heilluð af hello Kitty. Það virðist bara ekki vera hægt að fá leið á henni. Svo á ég 2 frænkur sem eru jafn hrifnar af henni og ég. Ég gerði leit af munsti sem sýndi hvernig væri hægt að prjóna eða hekla hana. Hér fyrir neðan er afraksturinn:

It's quite amazing how I'm always fascinated by Hello Kitty. I also have 2 cousins ​​who are just as fond of her as I am. I did a search on the internet that showed free patterns how you could knit or crochet hello Kitty. Below is the result:

http://www.youtube.com/watch?v=5C6xWNMf9CA 

http://madebyk-tutorials.blogspot.com/2009/12/hello-kitty-granny-square-scarf-crochet.html heimasíða þar sem uppskrift er gefin fyrir hello Kitty hekluðu munstri

http://web.archive.org/web/20010429062252/http://www.homestead.com/hookingit/hKittyBPpattern.html  Hello Kitty heklaður bakpoki

http://www.knitaholics.com/crochet-hello-kitty-granny-square/  Myndband sem sýnir skref fyrir skref hvernig hægt er að hekla andlit Kitty og annað myndband sem sýnir hvernig á að breyta henni í hekludúllu

http://madebyk-tutorials.blogspot.com/ gömul síða sem virðist vera hætt en með að því að sýnist ágætis leiðbeiningum um hvernig á að hekla hello Kitty dúllu.

http://snowwhitesartistry.blogspot.com/2011/01/hello-kitty-scarf-free-pattern.html  Heklað andilt hello Kitty