Thursday, January 22, 2015

Skógarhöggshúfa


Stærð: Dömu/herra (medium)

Garn: Léttlopi, tveir litir, ein dokka af hvorum lit
Prjónar nr 3,5
Prjónfesta: 19 lykkjur eru 10 cm
                                           
Fitjið upp 104 lykkjur á prjóna númer 3,5 með ljósari litnum. Tengið í hring.
Prjónið stroff 2 sléttar lykkjur og 2 brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 9 cm.
Skiptið yfir í dekkri litinn og prjónið slétt prjón.
Í fyrstu umferðinni með dekkri litnum er aukið út um 13 lykkjur með því að prjóna 8 lykkjur og auka síðan út um 1 lykkju, 13 sinnum. Þá eru 116 lykkjur á prjóninum. 
Prjónið nú þar til dekkri liturinn mælist 2 cm.
Prjónið þá rendur þannig:
         2 umferðir með ljósari litnum
         2 umferðir með dekkri litnum
         2 umferðir með ljósari litnum
         2 umferðir með dekkri litnum
         2 umferðir með ljósari litnum
Prjónið áfram með dekkri litnum þar til allt stykkið mælist 18,5 cm.  
Þá hefst úrtaka.
     1. umferð: Prjónið 6 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Í lok hrings eru 5 lykkjur í afgang
     2. og 3. umferð eru prjónaðar sléttar án úrtöku. Þessar 2 umferðir eru prjónaðar á milli úrtökuumferðanna
     4. umferð: Prjónið 5 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Í lok hrings eru 5 lykkjur í afgang
     7. umferð: Prjónið 4 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Í lok hrings eru 5 lykkjur í afgang
    10. umferð: Prjónið 3 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Engin lykkja í afgang
    13. umferð: Prjónið 2 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman
    16. umferð: Prjónið 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur saman
    19. umferð: Prjónið 2 lykkjur saman allan hringinn
    22. umferð: Prjónið 2 lykkjur saman allan hringinn
Klippið nú bandið og dragið það í gegn um allar lykkjurnar

 Frágangur: Gangið frá öllum endum. Skolið úr húfunni með sjampói og hárnæringu til að mýkja hana og látið þorna.