Monday, June 20, 2016

Sóleyjarpeysa

Í mars ákvað ég að prjóna eitt stykki norska barnapeysu handa systurdóttur minni. Systir mín keypti garnið og ég prjónaði.

In March, I decided to knit a Norwegian children sweater for my niece. My sister bought the yarn and I knitted.
 Ótrúlega góður díll fyrir króníska prjónakonu. Uppskriftin kemur úr Prjónablaðinu Ýr.

  A very good deal for a chronic knitter like me.  The pattern comes from Sandnes Garn.
Markmiðið var að klára hana fyrir 17. júní. Ég náði því þó svo að ég afhenti hana ekki fyrr en 17. júní.

The goal was to finish it by June 17. That day is the national day of Iceland. I finished it at the right time although I did not give it to her until June 17.
 Það sést ekki á myndunum en ég ákvað að prjóna silfurþráð með hvíta garninu því dömunni langað að hafa silfur í peysunni og að sjálfsögðu verður maður við þannig óskum. 

It does not show in the pictures, but I decided to knit the white yarn with silver thread because the little lady wanted to have some silver in her cardigan and of course the big niece fulfills the wishes the little niece has.
 Einnig vildi hún hafa "hot pink" í peysunni sinni svo ég ákvað að prjóna hálsmálið með þeim lit.
Also she would have some hot pink in the cardigan so I decided to knit the collar with that color.

Það kom ágætlega að hafa hálsmálið í sama lit og munstrið því bleiku litirnir kallast á og hálsmálið dregur bleika litinn í munstrinu fram. 

It was nice to have the collar in the same color as in the pattern because the hot pink colors work nicely together.

Monday, June 13, 2016

EM sokkar

 Það er alltaf svo gaman að prjóna. Mér fannst tilvalið að byrja með nýtt og auðvelt verkefni þegar EM í fótbolta byrjaði. Það er ekki hægt að prjóna eitthvað flókið þegar leikur er í gangi. Í versluninni Handprjón sá ég þetta fína skokkagarn og ákvað að prófa það. 

It is always so nice to knit. I found the perfect project to knit when Eurocup in football began now in June. It is not possible for me to knit something complex when the game is on. In the yarn store "Handprjón" I saw this nice looking yarn and decided to try it.

EM verkefnið er sem sagt að prjóna sokka úr sjálfmunstruðu garni sem segir líka til um hvenær stroffið er búið og hvenær kemur að því að prjóna hælinn.

The EM project I decided to knit are socks made of this yarn seen above. On the label I could see how many stitches I had to cast on. Then I had to knit until the color of the yarn told me it was time to knit the heel. 

Nú þegar er ég komin að því að prjóna hælinn og þarf því að ákveða hvernig hæl ég vil gera.
Now it is time to knit the heel and I have to decide what kind of heel I want to knit.
Gamalt dót getur stundum fengið nýtt gildi. Ég var að hugsa um að henda þessu gamla segulspjaldi sem var til. Ég ákvað samt að prófa það fyrir uppskiftablað því spjald sem ég átti og var til að nota fyrir uppskriftir var svo lélegt að segullinn hélst ekki kyrr á því. Gamla spjaldið er aftur á móti alveg snilld. Segullinn haggast ekki og því er mjög auðvelt að fara eftir uppskrift sem er á spjaldinu. Þetta er örugglega líka snilld fyrir útsaumsmyndir.