Uppskriftina fékk ég í Ungbarnablaðinu, nýjasta held ég. Peysan er fjólublá framan á forsíðunni en ég ákvað að hafa hana glaðlegri en það.
Svo fann ég þessar fallegu fiðrildatölur í Storkinum. Það er nú meira hvað það er mikið úrval af fallegum tölum þar, ekki það að ég sé að auglýsa fyrir Storkinn. Það var bara úr svo miklu að velja og að því að ég held á skikkanlegu verði.
Það er mjög langt síðan ég hef prjónað kaðlamunstur. Ég var nokkuð fljót að ná tökum að því og náði bara að prjóna munstrið nokkur hratt þegar ég notaði ekki hjálparprjón.
Ég ákvað að láta fylgja með uppskrift að súpu sem ég gerði í sumar og var alveg afbragðsgóð. Uppskriftina fann ég á ms.is og er hún svona:
Rjómasveppasúpa með hráskinku og rifnum villisveppaosti - fyrir 6
100 g smjör
100 g hveiti
5 dl vatn
5 dl nýmjólk
2 stk súputeningar
2 stk sveppateningar
250 g sveppir
1 mtsk smjör
5 dl rjómi
5 sneiðar hráskinka (1 pakki )
Bræðið smjörið og bætið hveitinu í, hrærið vel saman. Setjið saman við mjólk og vatn, sjóðið við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið í súputeningum og sveppateningum. Saxið sveppina og steikið í smjöri, kryddið með salti og pipar. Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp. Bætið svepparjómanum í súpugrunnin. Skerið hráskinkuna í bita og setjið alveg í lokin út í súpuna ásamt ostinum. Berið fram.