Monday, October 25, 2010
Norsk peysa
Það virkaði ekki hjá mér að snúa myndinni svo þið verðið bara að halla höfðinu. En í blaðinu var þessi uppskrift
Ég féll algjörlega fyrir henni. Litatónarnir eru nýjir, að minnsta kosti man ég ekki eftir því að hafa séð margar norskar peysur með fjólubláum tóni í.
Ég fór á stúfana og leitaði í öllum Rúmfatalagers búðunum að blaðinu en það var ekki til þar. Ég var að spá í hvort það væri ekki flutt inn til landsins.
Svo vel vildi til að mamma og pabbi fóru til Noregs í haust og mamma fékk það verkefni að kaupa blaðið fyrir mig. Hún fann það í garnbúð í Sandnes en það sem okkur fannst nokkuð spes var að til að fá að kaupa blaðið varð hún að kaupa eitthvað garn í búðinni. Ég græddi því 4 dokkur af Smart.
Ég er byrjuð á peysunni og komin svona langt
Munstirð er gullfallegt og mjög gaman að prjóna það. Garnið er bara yndislegt en ég prjóna hana úr Sandnes Alpakka.
Tuesday, October 19, 2010
Hafmeyjan
Tuesday, October 5, 2010
Húfa - Karen
Stærð: 6 – 8 ára
Garn: Smart frá Sandnes, 1 dokka aðalllitur og ein dokka af þeim litum sem eru notaðir í munstur. Gott er að nota einn af munsturlitunum í kanntin neðan á húfunni.
Prjónar: Ermaprjónar og sokkaprjónar nr. 3,5
Prjónfesta: Eins og gefin er upp fyrir garnið.
Athugið að ég gef ekki upp munstrið í húfunni þar sem ég fékk það lánað annars staðar frá. Auðvelt er að nota hvaða munstur sem er, bara þarf að gæta þess að það passi við lykkjufjöldann.
Byrjað er á að prjóna eyrun.
Eyra:
Fitjið upp 5 lykkjur og prjónið slétt prjón.
Prjónið 1 umferð.
Nú hefst útaukning.
Prjónið 2 lykkjur, aukið um 1 lykkju, prjónið 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur.
Nú eru 7 lykkju á prjóninum
Prjónið 1 umferð slétt til baka.
Þessar 2 umferðir eru prjónaðar þar til 23 lykkjur eru á prjóninum.
Gætið þess að alltaf er aukið út eftir fyrstu 2 lykkjurnar og fyrir síðustu 2 lykkjurnar.
Prjónið áfram þar til allt mælist 6 cm. Geymið.
Prjónið annað eyrnastykki alveg eins.
Húfa:
Prjónið eyra, fitjið upp 18 lykkjur (bak), prjónið hitt eyrað, fitjið upp 44 lykkjur (fram). Tengið saman í hring.
Þá eru 108 lykkjur á prjóninum.
Prjónið 3 umferðir.
Aukið í næstu umferð út um 1 lykkju fyrir ofan hvort eyra, 110 lykkjur eru á prjóninum.
Prjónið þar til allt mælist 15 cm.
Nú hefst úrtaka fyrir kollinn:
Úrtaka: Prjónið 9 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Þetta er endurtekið allan hringinn og þá eru 100 lykkjur á prjóninum.
Prjónið 2 umferðir án úrtöku.
Úrtaka: Prjónið 8 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Þetta er endurtekið allan hringinn. Prjónið 2 umferðir án úrtöku.
Úrtaka: Prjónið 7 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Þetta er endurtekið allan hringinn. Prjónið 1 umferðir án úrtöku.
Þessi úrtaka er prjónuð áfram þar sem alltaf er einni lykkju minna á milli úrtakanna.
Prjónið svona þar til 10 lykkjur eru eftir á prjóninum.
Prjónið þá 6 umferðir án úrtöku.
Klippið þá bandið og dragið í gegn um lykkjurnar.
Kanntur:
Byrjið við miðju að aftan. Takið upp 1 lykkju í hverja prjónaða lykku framan og aftan á. Á eyrunum er teknar upp 2 lykkjur í hverjar 3 en passa þarf að við oddinn þarf að taka upp ca 3 lykkjur svo eyrað herpist ekki saman neðst.
Prjónið 4 garða.
Fellið laust af. Gott er að nota prjóna nr. 5 til að fella af með, þá eru minni líkur á að kannturinn herpist saman.
Frágangur: Gangið frá ölllum endum.