Það var mun auðveldara að gera hringinn en ég átti von á. Það var í rauninni mun erfiðar að ráða við garnið og finna lykkjurnar heldur en að hekla formið.
Ég er voða ánægð með hann og nota hann reglulega. Hann er frekar stór svo ég var að hugsa umað gera mér annan minni úr "rólegra" garni. (púff, ekki horfa á hendurnar, ég sé að ég þarf að fara að gera eitthvað við þær svo ég verði aðeins dömulegri)
Svona lítur hann út. Ég heklaði líka bandið utan um fingurinn í stað þess að setja hann á málmhring eins og ég hef séð gert við mörg blómin. Mér fannst þetta ágæt lausn sérstaklega þar sem átti engan hring að sauma blómið á og langaði að klára hann strax. Ekki mikil þolinmæði þegar verið er að hanna eitthvað fínerí og andinn kemur yfir mig.
Svona lítur hann út. Ég heklaði líka bandið utan um fingurinn í stað þess að setja hann á málmhring eins og ég hef séð gert við mörg blómin. Mér fannst þetta ágæt lausn sérstaklega þar sem átti engan hring að sauma blómið á og langaði að klára hann strax. Ekki mikil þolinmæði þegar verið er að hanna eitthvað fínerí og andinn kemur yfir mig.
Jólagjafirnar eru í fullri framleiðslu. Vonandi klárast þær allar fyrir jól og þá koma myndir.