Ég notað smart ullargarn og það kom ágætlega út. Daman vildi fá svart og hvítt. Eyrnabandið er greinilega þægilegt og hlýtt því hún notar það mjög mikið.
Annars er ég að prjóna allt of mikið í einu. Það gengur hægt að klára þegar þannig er. Aðal áherslan er samt á peysu fyrir DÞ. Hann bað mig um að bæta hettu við hana svo ég er dáldið strand að spekúlera hvernig ég útfæri hana.