Thursday, March 10, 2011

Eyrnaband

er eiginlega ekki nóg í þessum kuldum sem eru núna. Það er nú samt það sem ég kláraði síðast. HB er búin að nota það mjög mikið. Ég prjónaði bandið þegar mestu kuldarnir virtust vera búnir og átti ekki von á þessu kuldakasti sem geysar nú.


Ég notað smart ullargarn og það kom ágætlega út. Daman vildi fá svart og hvítt. Eyrnabandið er greinilega þægilegt og hlýtt því hún notar það mjög mikið.Annars er ég að prjóna allt of mikið í einu. Það gengur hægt að klára þegar þannig er. Aðal áherslan er samt á peysu fyrir DÞ. Hann bað mig um að bæta hettu við hana svo ég er dáldið strand að spekúlera hvernig ég útfæri hana.

3 comments:

 1. Hvað getur maður annað sagt en að þetta sé mjög flott hjá þér því þetta er mjög flott. Ef að maður hefði nú þessa prjónavisku þína.

  Kv. Ólöf sis

  ReplyDelete
 2. Á ég að prjóna eitt fyrir þig?

  ReplyDelete
 3. Endilega :) Það var settur linkur inn á bloggið þitt á facebooksíðu mommur.is þegar að þú gerðir matarlitalitunina. Finnur það hjá þeim ef þú skrollar svolítið langt niður :)

  Kv. Ólöf BIrna

  ReplyDelete