Thursday, October 6, 2011

Dúkkuföt

Um daginn varð frænka mín 7 ára. Ég ákvað að prjóna dúkkuföt handa henni í afmælisgjöf.


Hún fékk útifatasett. Húfu, trefil, sokka, vettlinga og peysu.


Settið var prjónað úr bleiku og hvítu lanett.
Síðan var þvegið og lagt til svo settið yrði eins fínt og hægt er.Þetta er peysan...
og hér er húfan....
og sokkarnir....
að ógleymdum treflinum.
Gjöfin vakti mikla lukkur og nú er frænka búin að panta buxur í stíl við settið. Þegar ég fæ svona flottar óskir og áhuga á því sem ég geri get ég ekki sagt nei svo buxur eru á leiðinni.
This is a dollset I knitted for a 7 years old aunt for her birthday. She was very happy about it and has asked me to knit á pants for her doll that match the sweater.

Saturday, October 1, 2011

Sokkar

Ég prjónaði þessa sokka fyrir nýfædda systurdóttur mína. Þeir eru hluti af heimferðarsetti sem ég á enn eftir að setja inn mynd af.
Litlu dömunni lá svo á að koma í heimin og hitta frænku sína (mig) að hún fæddist áður en sokkarnir voru tilbúnir. Þar sem svo fallegt stelpukríli var komið í heiminn ákvað ég að punta upp á sokkana á stelpulegan hátt og heklaði 4 lítil blóm sem ég saumaði á böndin.
Og viti menn, sokkarnir urðu ótrúlega krúttlegir við það að fá blómin á sig.
Here is a picture of the little socks that I knitted for my newborn cousin. I added a crocheted flowers to make the socks more girlie and think it did work out well.