Fyrir ekki svo löngu síðan átti systurdóttir mín 8 ára afmæli. Mér fannst vel við hæfi að prjóna föt handa dúkkunni því eins og allir vita þá eru dúkkur alltaf fatalausar og þurfa því ný föt. Að minnst kosti skilst mér það af dúkkumömmum sem ég hef spjallað við.
Not so long ago my 8 year old aunt had a birthday. I thought it fitting to knit clothes for the doll because as everyone knows, the dolls always runs out of clothers and need new one.
Fyrir valinu varð sett úr prjónablaðinu Ýr. Munstrið á peysunni varð öðruvísi en á húfunni þar sem það var prjónað í sumarbústaðarferð með saumaklúbbi og athyglin því ekki alveg ofan í blaðinu.
I chose to knit set from the "knitting magazine Yr" . The pattern on the sweater was different than the pattern on the cap and that is probably because I did knit the sweater in a trip to a cottage with knitting buddies and my concentrating not totaly on the pattern.
í sjálfu sér var ég nokkuð ánægð með nýja munstrið og fannst það alls ekki síðra en peysumunstrið. Ég ákvað samt að gera það ekki á húfuna því það fór alveg svaka mikil vinna í alla þessa kaðla og ég hreinlega bara nennti ekki að gera þá aftur.
To tell the truth, I was pretty happy with the new pattern. I still decided not to knit it on the hat because it was quite a work in all these cables and I simply decided to be too lazy to knit them again.
Frænka mín fékk einnig smekk fyrir dúkkuna í pakkanum því hún benti mér svo fallega á að dúkkan átti engan smekk eins og frænka hennar sem er eins árs og við vorum sammála um að það væri alveg ómöglegt að dúkkan væri smekklaus.
My aunt also got a bib for the doll in the package because she told me so nicely that the doll had no bib like her cousin who is one year old and we agreed that it would be quite impossible for the doll not to have one bib in it´s cabinet.