Thursday, August 15, 2013

Þvottastykki - wash cloth

Ég fann þennan fína fugl á Lionbrand vefnum og ákvað að hekla hann. Í rauninni er þetta pottaleppur en ég ákvað að gera hann einfaldan og nota sem þvottastykki. 
I found this nice bird on the Lion Brand website and decided to crochet it. It's really a pot holder but I decided to make one piece and use it as a wash cloth.


Uppskriftin er einföld og þægileg að fylgja eftir. Ég lengdi fuglinn aðeins því ég var með aðeins fínna garn en er gefið upp í uppskriftinni og vildi ég fá hann lengri en en hann er samkvæmt umferðafjölda í uppskriftinni.
The pattern is simple and easy to follow. I made the bird slightly longer because I used yarn that was not as thick as in the recipe and I wanted to have my bird little longer than according to the rows in the pattern.



Uppskriftina er að finna hér.
You can find the pattern here.



Thursday, August 1, 2013

Eyrnaband



Stærð:  8-10 ára, (kvenstærð)

Prjónar nr. 6

Garn: Semilla grosso frá Litlu prjónabúðinni

Munstur: Klukkuprjón.
 Þetta myndband á youtube sýnir vel hvernig á að prjóna klukkuprjón                     http://www.youtube.com/watch?v=gtLaQ9aN1MM .
Munstrið er prjónað á eftirfarandi hátt:
1. umferð: Takið 1 L óprjónaða slétt af prjóninum (þetta er kanntlykkja og er alltaf tekin óprjónuð), * prjónið 1 slétta L, sláið bandi yfir prjóninn og takið eina lykkju óprjónaða fram af eins og um brugðna lykkju væri að ræða*. Endurtakið frá * - * að síðustu lykkjunni. Síðasta lykkjan er kanntlykkja eins og sú fyrsta og er alltaf prjónuð slétt.
2. umferð:  Takið 1 L óprjónaða slétt af prjóninum (kantlykkja), * sláið bandið yfir prjóninn og takið eina lykkju óprjónaða fram af eins og brugðna lykkju, prjónið bandið og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *. Endurtakið frá * - * að síðustu lykkjunni. Prjónið hana slétta.
Þessar tvær umferðir eru endurteknar.

Eyrnaband: Fitjið upp 17 (19) L á prjóna nr. 6. Fyrsta og síðasta lykkjan eru kanntlykkjur. Í byrjun prjóns er fyrsta lykkjan tekin óprjónuð fram af prjóninum og í lokin er síðasta lykkjan prjónuð slétt. Prjónið klukkuprjón þar til stykkið mælist 42 (46) cm.  Fellið af eða geymið lykkjurnar.
Band: Fitjið upp 9 lykkjur. Prjónið 12 umferðir slétt yfir allar lykkjurnar (slétt á réttunni, brugðið á röngunni). Geymið lykkjurnar (ekki fella af).
Frágangur: Saumið eða lykkið eyrnabandið saman. Leggið bandið yfir sauminn á eyrnabandinu, slétta prjónið út, og lykkið saman þannig að bandið fer í hring utan um sauminn á eyrnabandinu og dregur það saman. Mér fannst betra að lykkja bandinu saman til að minnka þykktina framan á því.



Orðskýringar:
Prj = prjónið
Nr. = númer
L = lykkja

Ef eitthvað er óljóst í uppskriftinni, sendið mér endilega póst eða skrifið athugasemd svo ég geti lagað hana.