Monday, December 30, 2013

Jóla- og áramótakveðja

Ég sendi þér mínar allrabestu jóla- og áramóta kveðjur.  Vonadi áttu gott prjóna/hekl/ útsaums ár framundan.

Mikið afskaplega líður desember alltaf hratt, sérstaklega þegar ég ákveð á síðustu stundu að búa til jólagjafir. 
How quickly December always passes by and this year especially since I decide at the last minute to knit some Christmas gifts.



Það var búið að veltast í mér hvað ég ætti að gefa systrum mínum í jólagjöf og ákvað ég að lokum að prjóna jólakúlur handa þeim. Ég átti uppskrift sem ég fékk frá Unni vinkonu minni og notaði ég kremhvíta ull í ljósa hlutann og grænt glitgarn í bjöllurnar og prjónaði á prjóna nr. 3. 


 I had been thinking about what I should give my sisters for Christmas and I finally decided to knit Christmas balls for them. I had a pattern I got from my friend Unnur and I used off-white wool in the white part and green glitter yarn for the bells.



Bjöllurnar eru mjög fallegar enda munstrið fallegt. Ég hef aldrei áður prjónað jólakúlur en nú langar mig til að gera eina eftir hverju munstri sem ég á svo það verður fjör framundan. 

The bells are very beautiful. I've never before knitted Christmas balls but now I want to make one from each pattern so I will be having much fun for me ahead.




Jólatréð sem ég byrjaði á í lok nóvember er ekki tilbúið ennþá en stefnan er sú að klára það fljótlega, enda langt komin með það, og prjóna smáhlutina yfir árið. Í desember ætti það að vera tilbúið og hægt að nota það sem dagatal.

The Christmas tree that I started at the end of November is not ready yet but the plan is to finish it soon.  Then I will knit all the small things over the next 11 months. In December, it should be ready to be used as a Christmas calendar.

Á pinterest er hægt að finna þó nokkuð af jólakúlu uppskriftum með því að slá inn t.d.  "Christmas balls knit".

On pinterest are lot of patterns for Christmas balls and I fount them when I taped "Christmas balls knit".

Tuesday, December 10, 2013

Jóladagatal


prjónarans og heklarans.
Eru ekki allir að löngu byrjaðir að opna jóladagatalið hjá Garnstudio? Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum þá er það hér. 




The Advent calendar for those who knit and crochet.
Hopefully every knitter and crocheter has started to open the advent calender from Garnstudio.  If not you can find the website here.

Tuesday, December 3, 2013

Desember

Nú er desember kominn og styttist óðum í jólin. Þá er um að gera að jólast aðeins. 
Now it's December and the holidays are rapidly closing in. Then, it´s time to make things for Christmas.

 Ég ákvað að prjóna jólatré. Ég á uppskrift frá Alan Dart sem er alveg frábær prjónahönnuður og hannar alls konar fígúrur og hluti.
I decided to knit a Christmas tree. I have a pattern from Alan Dart who is a fantastic knitting designer and design all kinds of figures and objects.


Ég keypti mér glitrandi grænt pelsgarn sem á eftir að verða vel loðið og glitrandi jólatré. Tréð er í rauninni dagatal og vonandi næ ég að byrja á að prjóna smáhlutina 24 sem á að hengja á tréð frá 1. desember.
I bought sparkling green fur yarn that will be well hairy and sparkling Christmas tree. The tree is a Christmas calendar and hopefully I'll can start on knitting 24 small things that will hang on the tree.