Sunday, September 20, 2015

Prjónað

Í sumar hefur ýmislegt verið á prjónunum.

This summer I have been knitting this and that.
 Ég byrjaði á norskri ullarpeysu úr Sisu á eiginmannin og mjakast hún áfram. Það er ansi seinlegt að prjóna svona stóra peysu á litla prjóna. Munstrið er fengið úr Prjónablaðinu Ýr.

I started a Norwegian sweater knitted in Sisu wich is a wool yarn from Sandnes yarn. The pattern is from Sandnes yarn to. The work goes slowly because it takes long time to knit a big sweater with small knitting needles. 
 Haustboðinn frá Rowna kom í hús. Mér finnst þetta eitt fallegasta blaðið frá þeim í mörg ár. Það er alveg fullt af peysum og trefill sem mig langar að prjóna í blaðinu.

The autumn came from Rowan with one the most beautiful knitting magazine for the last few years. There are some number of sweaters and a scarf that I would like to knit that are in the magazine.
 Svo tók ég að sjálfsögðu þátt í litabókaæðinu sem kom í sumar og keypti mér eina sem inniheldur skordýr. Mér leist ekki á öll laufblöðin í Secret garden bókinni.

I did, of course, buy an coloring book like so many this summer. The one I bought are with insect because I know I would not have the patient to color all the leaves in the Secret garden book.
 Ég heklaði dúk úr garnafgöngum sem ég var búin að eiga lengi og vissi aldrei hvað ég átti að gera við. Þetta var hrúga af litlum bómullarhnyklum. Ég notaði helkunál nr. 5 og fitjaði upp lykkjur sem mér fannst hæfa borðinu og heklaði síðan þar til allir hnyklarnir klárðuðust. 

I did crochet a table runner from yarn stash that I had had for a long time and did not know what to do with. This was a heap of small balls of cotton yarn. I used crochet needle no. 5 and did cast on enough stitches to fit the table and then I did crochet until all the yarn was finished. 

 Það nýjasta sem ég kláraði eru þessir ullarsokkar. Ég gerði þá úr afgöngum og prjónaði þá á prjóna nr. 3,5. 

The latest thing I finished are those woollen socks. I knitted them from wool scraps and I think they came out nicely. 

No comments:

Post a Comment