Sunday, July 24, 2016

Tuskur og fleira

 Þetta er það nýjasta sem ég er með á prjónunum. Tuskur frá Bittamis Design for strikkelystne eru í uppáhaldi núna.

This is what I am knitting now, washing cloth from Brittamis Design for strikkelystne.
Ég mátti til með að setja báðar myndirnar inn. Þessi grárri er tekin inni en hin úti. Efri myndin sýnir mun betur ljósbláa litinn sem er á garninu.
I had to insert both of those picture to show the difference in color. The one above is taken outside while to other one is taken inside. The bluer one is true to the color of the yarn.


Þessa bók keypti ég mér um daginn. Í henni eru fullt af fínum uppskriftum svo það er bara að bretta upp ermar, ná í prjónana og helst að nota afgangsgarn eins og hægt er (nóg er til af því) og prjóna vettlinga í haust. 

I bought this book the few days ago. It contains lot of good looking mittens so when autumn comes I will find left over yarn (and of that I have LOT) and start knitting mittens.
Svo freistaðist ég til að kaupa mér sokkagarn og dró fram bók sem ég keypti mér fyrir mörgum árum siðan en hef aldrei prjónað úr. Ég er rétt búin með tánna á fyrri sokknum enda búið að vera það gott  veður að ég hef ekki nennt að prjóna ullarsokka. Miklu skemmtilegra að prjóna tuskur úr bómullargarni.

When I bought the book above I was tempted to buy a sock yarn to. I found a book that I bought many years ago but have never knitted anything from and decided to knit a toe up socks from it. I have just started on the toe of the first sock. But they will have to wait until autumn comes because now it is more fun to knit washing cloths with cotton yarn. 

Monday, July 18, 2016

EM sokkarnir

eru löngu búnir. Þeir voru mjög fljótprjónaðir og frekar gaman að prjóna úr garninu. Einfaldir hlutir geta verið svo skemmtilegir.
are finished for some time ago. It took short time to knit them and rather nice to knit from the yarn. Sometimes simple things can be fun to knit.
 Það var gaman að sjá rendurnar myndast og skemmtilegt að þurfa ekki að mæla neitt, "Eftir hvíta rönd prjónast hæll".
It was fun to see the stripes form and nice that I didn´t have to measure anything, "After the white stripe the heel is knitted".
 Síðan á að prjóna fram yfir litlu tá og byrja þá úrtöku. Svo einfalt. Ekki má gleyma því að ullin er mjúk og sokkarir því þægilegir.
When the heel was done I just knitted over the little toe and then started the decrease. So simple. The socks are very comfortable to wear because the wool is soft.