Thursday, June 29, 2017

Lopavinna

Í vetur tók ég mig til og prjónaði vettlinga á soninn. Ég notaði uppskrift sem ég á hér á síðunni en stækkaði hana um 4 lykkjur og lengdi þá aðeins. Kvenstærðina er hægt að nálgast hér.

This winter, I decided to knit lopi mittens for my son. I used a pattern I wrote and can be found here  but decided to cast on 36 sts instead of 34 and I also made then longer.


Mig minnir að ég hafi stækkað herravetlingana með því að bæta við einni umferð á milli munsturbekkjanna. Ég þarf samt að skoða það betur.

If I remember it right I made them longer with one extra round between the patterns. I do need to look at it better sometimes.
Sonurinn fékk þá og fannst þeir ansi góðir til að fara út að ganga með hundinn. Honum varð ekki kalt á höndunum í göngutúrum vetursins eftir að hann fékk þá.

The son got them and they felt pretty warm when he went to a walk with the dog. (Do you see all the W?) He did not get cold on his hands during the winter after he got them.

Talandi um hundinn, þá tók ég fram plötulopa afgangana mína og prjónaði teppi handa henni (stelpuhundur). Henni finnst gott að liggja á því enda lopinn hlýr. Ég er með teppið í glugga sem nær niður í gólf og þar liggur hún og fylgist með því sem gerist fyrir utan.

Talking about the dog, I took out all my leftover plötulopi and knitted a blanket for her (girl dog). She likes to lie on it. I have the blanket in a window that goes down to the floor and there she lies and monitors what happens outside.

Monday, February 20, 2017

Norsk ullarpeysa

Ég kláraði þessa peysu núna í janúar. Hún er prjónuð úr Sisu frá Sandnes garni og á prjóna númer 2,5 og 3.
I finished this sweater (genser) in January. I used Sisu from Sandnes to knit it from and knitting needles no 2,5 and 3.
Það var ansi seinlegt að prjóna hana. Hún er mikið munstruð en þó bara tvíbanda munstur sem betur fer.
It took 2 years to knit it with some resting time in between. It has a lot of pattern in it but fortunately only with 2 colors.
Eiginmaðurinn fékk peysuna. Það tók tvö ár að prjóna hana neð hléum. Reyndar gekk illa með ermarnar og prjónaði ég þær tæplega fimm sinnum. Fyrst voru þær of þröngar, svo gleymdi ég efri hluta munstursins neðst á annarri erminni en að lokum hafðist þetta.
My husband got the sweater when I finally finished it. The sleeves took the longest time to knit because I knitted them nearly five times. First they were too narrow, then I forgot the part of the pattern on one sleeve, but finally they were ready.
Hér fyrir neðan er eigandinn í peysunni.
And here is the owner in his sweater
Munstrið er fegnið úr hefti frá Sandnes garni sem ég keypti í Osló. Mér finnst vanta að hægt sé að kaupa þessi hefti hér á landi því það er takmarkað hverjar af uppskriftunum frá Sandnes birtast í prjónablaðinu Ýr.  Mér finnst gaman að prjóna norskar peysur en það hefur verið frekar lítið úrval af þeim í blöðunum að mínu mati.
The pattern is in a issue from Sandnes yarn that I bought in Oslo. I enjoy knitting Norwegian sweaters but it has been rather small selection of sweater patterns in the knitting magazine that are published in Iceland. So it is a knitting feast when I go to Oslo.