Strípuð lítur blessunin svona út.
En þar sem ekki þótti við hæfi að hafa hana svona bera fékk hún bleikan kjól og ég lærði að taka betri myndir. Furðulegt að það skuli þurfa að stilla myndavélar svona. Mér finnst að þær eigi að vera imbaprúfar og ég þurfi bara að súmma inn og smella af.
Svaka fín en ekki alveg í fókus.
Stoltur eigandi ( sem er að prjóna skó á kanínuna sína ). Þetta eru 2 sætar saman.
Kanínan og babúskan.
Uppskriftina fékk ég í bók sem heitir Knitted Toys og er eftir höfund sem heitir Fiona McTague. Ég hef prjónað stærri kanínu úr sömu bók og var hún ekki síðri en þessi. Mér finnst frekar gaman að prjóna svona fígúrur svo nú verð ég að finna mér nýja og passa að vera ekki eins lengi og ég var með þessa.