Tuesday, December 15, 2009

Knitty komið út

Veiiiii, Knitty er komið út. Þetta er ókeypis prjónablað á netinu þar sem áhugahönnuðir og nýir hönnuðir koma sér á framfæri. Þarna er fullt, fullt af flottum uppskriftum. Ég á heldur betur eftir að leggjast vel í að skoða vetrarblaðið. Svo eru hönnuðirnir með slóð á netsíður eða blogg og þar er enn meira að skoða.
Hef ekki tíma í meira, verð að fara að skoða uppskriftir.
Úps, já, hér er slóðin http://knitty.com/ISSUEwinter09/patterns.php
Bon appetit eða hvernig sem það er skrifað!!! ;-)

2 comments:

  1. Deili ekki alveg þessari gleði með þér en það er gaman að sjá hvað þú verður glöð þegar svona blöð eru gefin út :-)

    Kveðja Sólveig

    ReplyDelete
  2. Sammála Sólveigu. Ég myndi skilja þetta ef þetta væri skrappblað. Ég bíð t.d. spennt eftir því að Basic Grey breyti heimasíðunni.

    ReplyDelete