Tuesday, February 16, 2010

Bútasaumur

Ég ákvað að setja inn myndir af bútasaumsteppi sem mamma mín gaf heimasætunni í afmælisgjöf. Þetta er með fallegri teppum sem ég hef séð og hún er núna búin að búa til eitt teppi handa öllum þremur heimasætum fjölskyldunnar.
Það sést ekki nógu vel á myndunum að hún er búin að sauma út í þær til að gera þær flottari.
Fyrst er það skautastelpan því HB er að æfa skauta.

Svo er það blómastelpa og mér finnst það skemmtileg tilviljun (eða ekki) því á tímabili vildi HB láta kalla sig "Blóma" því það var svo flott nafn. (Hún var líklega um 4 - 5 ára þá)

Svo er það hauststelpan

og að lokum sumarstelpan.

Gó mamma, halda svona áfram því þetta er svo flott hjá þér.

2 comments:

  1. Þetta er svo flott hjá henni mömmu. Snilldarteppi.

    ReplyDelete
  2. Já þetta er mjög flott teppi. Við Katrín erum líka ofsalega ánægðar með teppið hennar Katrínar. Mamma er snillingur.

    Kveðja Sólveig

    ReplyDelete