Wednesday, January 20, 2010

Prjóni prjóni prjóni .....

er eitthvað skemmtilegra en það. Jú, örugglega eitthvað sem er allavega jafn skemmtilegt en ekki margt sem er skemmtilegra. Samt kanski eitthvað .... hmmmmm. Látum staðar numið.

Ég veit að systrum mínum sem eru ekki eins hrifnar af því að prjóna og ég geta eflaust talið upp fullt af einhverju sem þeim finnst skemmtilegra að gera en að prjóna.

Nú er ég nýlega búin að klára 2 verkefni. Annað er sjalið sem ég setti inn eftirfarandi myndir af. Hitt er kragi sem ég set inn seinna.
Sjalið er prjónað úr einföldum plötulopa og einbandi. Ég notaði uppskrift úr gömlu prjónablaðinu Ýr. Það væri í rauninni ágætt að minnka lykkjufjöldan aðeins því þessi samsetning virðist vera aðeins grófari en uppskriftin miðast við.

Eins og sést er ekki um hefðbunið sjal að ræða heldur þetta sem sést hér. Lögunin er frekar skemmtileg og það liggur ótrúlega vel yfir axlir og bak og fer ekki í krumpu og þykkildi þegar búið er að binda það sama.


Munstirð var einfalt hálfklukkuprjón. Þegar búið var að prjóna axlar- og bakhlutann voru teknar upp lykkjur og framhlutinn prjónaður.

Ég ákvað að vera djörf og birta myndir af frúnni íklæddri sjalinu. Fyrst bakhlutinn.....

og síðan framhlutinn.

Ég stóðst ekki mátið að setja líka inn myndir af peysunni sem 5 ára frænkan fékk í jólagjöf. Þetta er hefðbunin norsk peysa með áttblaðarósarmynstri. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég geri bleika, norska peysu og mér til mikillar gleði gekk það alveg upp. Reyndar munar miklu að ég skyldi ákveða að nota svartan lit með. Við það datt þetta væmna út sem annars hefði getað orðið.
Svona leit berustykkið út.....

og svona var neðan á peysunni og framan á ermunum....

og svona leit peysan út.

Það var ferlega gaman að prjóna hana og ég er ánægð með afraksturinn og enn ánægðari með knúsið sem ég fékk fyrir hana.

7 comments:

 1. Geggjað sjal. Og, já, ég get nefnt ýmislegt annað sem er skemmtilegra en að prjóna. T.d. að horfa á sjónvarp, nú eða skrappa. Fara í göngutúr. Vaska upp.. (ok ,ekki alveg). En mig langaði til að kommenta á fínu sólblómin í bakgrunninum. Það gleður ávallt mitt litla hjarta að sjá að þau fá ennþá að hanga uppi.

  ReplyDelete
 2. Þessi fínu sólblóm eiga örugglega aldrei eftir að fara niður og ef svo illa vildi til að annað þeirra brotnaði mundi ég grátbiðija þig um að búa til annað. AF

  ReplyDelete
 3. Þú átt litla ,,norska" frænku sem langar mikið í svona bleika peysu :)

  Kveðja Sólveig

  ReplyDelete
 4. ,,gömlu prjónablaðinu Ýr"
  ,,munstirð"
  Tvær villur sem ég fann :)
  Úff ég fæ stimpilinn ,,leiðinlegasta systirin" ef ég held þessu áfram :)

  Kveðja Sólveig

  ReplyDelete
 5. neibb. Fínt að fá þessi comment. AF

  ReplyDelete
 6. lovely pullover! Well done! :)

  ReplyDelete
 7. Hef lengi leitað að uppskrift af þessu sjali svo mig langar að athuga hvort þú munir í hvaða blaði það hafi verið?

  ReplyDelete