Ég óska þér gleðilegs og farsælt árs. Takk fyrir það gamla.
Það er alveg ótrúlegt hvað desember og sérstaklega jóladagarnir líða hratt. Það er eins og allt sé á hraðspólun þennan mánuð. Ég er búin að eiga alveg yndislegan tíma. Búin að hitta fjölskylduna heilmikið (saknaði þeirra í Noregi), borða helling af góðum mat, kom sjálfri mér á óvart með hvað ég gat búið til góðan mat, fyllast góðum anda og ró (afslöppun frá álaginu í vinnunni, hehe), fá góðar gjafir og horfa á fullt af rakettum puðrast upp í loft og annað eins sprengt á jörðu niðri.
Í dag keyrðum við síðan út fyrir bæinn til að sjá vetrarríkið Ísland. Svona af því að ég nenni ekki endalaust að horfa út um gluggann byrjaði ég á nýrri ullarpeysu fyrir HB í túrnum. Þar sem ég verð bílveik ef ég horfi ekki út um gluggan átti ég ekki von á að geta gert mikið, en mikil ósköp, með því að vera með hálflokuð augu gat ég fitjað upp og prjónað stroff. Nokkuð gott. Auðvitað horfði ég líka út og gat séð að landið er ansi fallegt í frostinu. Sá samt að það er ekki mikill snjór á leiðinni austur fyrir fjall.
Að lokum eru hér nokkrar myndir frá aðfangadagskvöldi.
Börnin fyrir framan jólatréð rétt um kl. 18:00.
HB með spegilin sem hún bjó til og gaf mér og pabba sínum í jólagjöf.
DÞ með fræðslubók unga mannsins þ.e. Mannasiði frá manni sem er kanski ekki sá albesti til að fræða um siðina. Kemur samt á óvart.
DÞ með fræðslubók unga mannsins þ.e. Mannasiði frá manni sem er kanski ekki sá albesti til að fræða um siðina. Kemur samt á óvart.
Kisi fékk líka jólagjöf frá frændfólkinu í Mosarima.
Að lokum erum við mæðgurnar hér á mynd. Ég ákvað að láta mig hafa það að sýna eina mynd af mér.
Skemmtilegar myndir. Og týpískt að þér hafi dottið í hug og fundið leið til þess að prjóna í bílnum :)
ReplyDeleteKv. Ólöf