Wednesday, January 13, 2010

Candy stripe húfa

Ég ákvað að setja inn myndir af litríkustu húfunni sem ég hef gert í langan tíma. Ég byrjaði á því að kalla hana candyflos húfuna því mér fannst hún eins og candyflos en þegar jólatíminn kom fannst einhverjum (sem ég man ómöglega hver var) húfan vera eins og candystripe brjóstsykur og mér fannst það bara alveg rétt.

Húfan er prjónuð þannig að kollurinn er prjónaður fyrst og er í annarri hverri umferð aukið um 1 lykku í öðrum endanum og 2 lykkjur prjónaðar saman í hinum endanum. Þegar óskaðri lengd utan um höfuðið er náð er fellt af og saumað saman í hliðinni.



Að því loknu eru prjónaðar upp lykkjur og stroff prjónað í óskaða lengd.

Síðast er bandi þrætt í gegn um kollinn og rykkt saman. Gengið frá endum.


Einfalt, ekki satt.

Hér er síðan heimasætan með húfuna á sér en hún var tilbúin til að vera módel fyrir mig enda myndast hún miklu betur en ég nokkurn tíman.

3 comments:

  1. Kommentið fyrir ofan er frá mér, Sólveigu :)

    ReplyDelete
  2. Kommentið hér fyrir ofan er ekki frá mér, Ólöfu.
    En annars, flott húfa :)

    ReplyDelete