Saturday, April 10, 2010

Ullarhúfa fyrir herra

Erma- og sokkaprjónar nr. 3,5



Garn: Alpaca frá Sandnes (keypt í garnbúðinni Gauju í Mjódd og fæst einnig í Rúmfatalagernum), 1 dokka dökkgrár nr. 1088 og 1 dokka ljósgrár nr. 1042



Fitjið upp 120 lykkjur með ljósgráu á prjóna nr. 3,5. Prjónið stroff, 1 slétt lykkja, 1 brugðin lykkja. Prjónið þar til allt stroffið mælist 11 cm. Skiptið þá yfir í dökkgráan. Prjónið slétt.


Í fyrstu umferð á að auka út um 1 lykkju á 15 lykkja fresti 7 sinnum. Þá eru 127 lykkjur á prjóninum.


(ATH. Þeir sem vilja ekki fá húfuna belglaga sleppa þessari útaukningu og þá að sama skapi er sleppt þegar lykkjurnar eru felldar af.)


Prjónið þar til allt mælist 23 cm. Fellið þá af 7 lykkjur. (Þessari affellingu er sleppt ef ekki var aukið út um lykkjurnar) Prjónið áfram þar til allt mælist 25 cm. Þá er tekið úr fyrir kolli.



- Prjónið 5 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Úrtakan er endurtekin allan hringin. 103 lykkjur á prjóni.


- Prjónið 4 umferðir.


- Prjónið 4 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Úrtakan er endurtekin allan hringinn. 86 lykkjur á prjóni.


- Prjónið 3 umferðir.


- Prjónið 3 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Úrtakan er endurtekin allan hringinn. 69 lykkjur á prjóni.


- Prjónið 2 umferðir.


- Prjónið 2 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Úrtakan er endurtekin allan hringinn. 52 lykkjur á prjóni.


- Prjónið 2 umferðir.


- Prjónið 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur saman. Úrtakan er endurtekin allan hringinn. 35 lykkjur á prjóni.


- Prjónið 2 umferðir.


- Prjónið 2 lykkjur saman allan hringinn.


Klippið á bandið og þræðið það í gegn um allar lykkjurnar sem eru eftir. Gangið frá öllum endum.




Ef einhver notar uppskriftina og verður var við villur í henni, látið mig endilega vita því ég er ekki búin að prjóna aðra húfu eftir að ég skáði uppskriftina á blað.

1 comment:

  1. Þegar það kólnar úti er ég alltaf með ullarhúfu. Nú get ég reynt að búa til einn fyrir manninn minn og son.

    ReplyDelete