Sunday, May 2, 2010

Matarlitir

eru skemmtilegir og hægt að nota þá í annað en bara mat. Nýjasta nýtt hjá mér er að lita garn með matarlitum. Ég var í saumaklúbbi með skemmtilegum vinkonum og Hildur sagði okkur frá þessari snilld að nota matarliti í garnlitun.

Daginn eftir klúbb tíndi ég til slatta af óspennandi garni.


Allt gamalt sem ég hef ekkert gert með. Hvíta garnið var ekki eins hvítt og það lítur út fyrir að vera á myndinni.
Næst var farið í búðina og keyptur grænn og rauður matarlitur ásamt ediksýru.
Svo var byrjað. Ég ákvað að byrja með græna litinn því ég er svo veik fyrir öllu sem er grænt.

Þetta mallaði í pottinum í dáldin tíma og lá síðan þar til enginn litur var eftir í vatninu.

Og vola, svo fínt, grænt garn. Garnið er mislitt því ég setti það mishratt ofan í vatnið til að fá áferðina.
Nokkrum dögum seinna var sett í rauða litun. Þá litaði ég svakalega appelsínugult garn sem ég gat ekki notað í neitt. Útkoman var þessi heiti, rauði litur sem tónar út í appelsínugult.

Nú er bara að láta sér detta eitthvað í hug að búa til úr garninu.

Þetta er svo spennandi að ég hugsa að það endi með því að ég verði búin að lita fullt af gömlu garni og afgöngum. Nú er bara að fara og fá sér fleiri liti.
Ég þarf líka að finna mér liti sem lita bómull. Það skal tekið fram að matarlitirnir virka á ull og ullarblöndu en bómullarband sem ég batt hespurnar með tók ekki snefil af lit.

3 comments:

  1. ótrúlega flott hjá þér, græni liturinn er alveg geggjaður.

    ReplyDelete
  2. þarf ekki salt í þessa litun til að halda litnum svo að hann upplitist ekki???

    ReplyDelete
  3. Hann hefur ekki enn upplitast. Ég hef reyndar ekki þvegið hann þannig að reyni á. Vinkona mín sem hefur notað þessa litun segir að ediksýran sé nóg til að halda litnum.

    ReplyDelete