Friday, May 14, 2010

Það sem er í gangi

er eins og venjulega allt of mikið. Það er svo erfitt að takmarka sig þegar svona margar freistingar eru í gangi.
Ég ákvað að setja inn mynd af garninu sem ég var að lita um daginn. Nú er ég búin að vinda það upp í hnykla og, án gríns, er það ekki minna girnilegt heldur en garn í garnbúð.

Í einum saumaklúbbnum mínum var sett í gang verkefni sem fólst í því að það átti að prjóna úr einni plötu af lopa og einni dokku af skrautgarni. Hér er mynd af því sem ég er að gera en ég ætla ekki að segja strax hvað þetta er. Kanski er það augljóst og ég ferlega hallærisleg að halda að það sjáist ekki. Verst hvað myndavélin er leiðiðnleg með að yfirlýsa myndir hjá mér. Garnsamsetningin sést ekki nógu vel hvað þá að liturinn njóti sín.

Í öðrum saumaklúbbi sem ég er í fór í gang umræða prjónamerki sem Guðný hafði búið til. Þau voru ferlega flott hjá henni og mér skilst að sambærileg merki séu seld dýrum dómi þar sem þau fást. Guðný sendi okkur hópnum lista yfir það sem þurfti til að búa til merkin og svo á að búa til merki í næsta saumaklúbbi. Ég get verið frekar óþolinmóð þegar eitthvað skemmtilegt er í boði svo ég bara keypti það sem mig vantaði og bjó til 4 prjónamerki. Stelpur, ef þið lesið þetta, þá á ég fullt af perlum svo það þarf ekki að kaupa þær.


Hér sjást litirnir aðeins betur.

Eins og venjulega er stafsetning og orðalag á ábyrgð Sólveigar systur.

2 comments:

  1. Flott merki hjá þér, þú þarft að stilla myndavélina aðeins betur það glampar of mikið á merkin. En ég sé samt að þau eru flott.
    kv
    Guðný

    ReplyDelete
  2. Flott hjá þér eins og venjulega.

    Kveðja Sólveig systir

    ReplyDelete