Sunday, May 29, 2011

Töskur

Ég fann þessa slóð að alls konar töskum, saumuðum, hekluðum og prjónuðum. Mér sýndist leiðbeiningarnar vera nokkuð góðar. Ég skoðaði m.a. eina saumaða töskum og sá ekki betur en leiðbeiningarnar væru "í teskeið" svo það ætti að vera auðvelt að fylgja þeim. Reyndar eru lýsingarnar á ensku en ég held að allir ættu að geta klórað sig fram úr þeim.
Slóðin er
http://tipnut.com/35-reusable-grocery-bags-totes-free-patterns/
I found those bags on the internet. The patterns are free for people to use. There are so many more bags to look at and wonder where there is time to make all you want to sew, knit or crochet.

Thursday, May 26, 2011

Prjónablogg

Mér finnst mjög skemmtilegt að lesa blogg annarra prjónara. Gróskan er ótrúlega mikil. Ég ákvað að setja nokkrar síður hér inn sem ég er búin að skoða í dag.

http://berglindhaf.blog.is/blog/berglindhaf/

http://www.prjona.blog.is/blog/prjona/

http://handod.blogspot.com/

http://prjonablogg.blogspot.com/

Læt þetta duga núna,

Saturday, May 21, 2011

Sjal

Þetta sjal prjónaði ég úr einföldum plötulopa og einbandi.
Ég hef áður prjónað sama sjalið nema þá notaði ég ljósa liti í það.
Útkoman er ekki síðri í svörtu. Reyndar held ég að það sé sama hvaða lit ég notaði, það að blanda saman þessum garntegundum kemur alltaf vel út.
Uppskriftina er að finna í einu af gömlu prónablöðunum Ýr. Þar voru nú almennilegar uppskriftir, alla vega betri en hafa verið í nýju blöðunum. Mikið óskaplega finnst mér þær eitthvað óspennandi. Í nýja blaðinu núna er t.d. ekkert á herra og engar flottar peysur á unglingsstelpur (en þetta er það sem mig vantar til að prjóna eftir). Jæja, nóg af gagnrýni og tuði.
Ég er mjög ánægð með þetta sjal og það fer vel hvort sem er yfir peysu eða úlpu.
Í gær var ég í mjög skemmtilegri vorferð með vinnunni. Einn af stöðunum sem við stoppuðum á var handverkshúsið á Hellu sem ég man ekki hvað heitir. Ég verð nú bara að segja það að þetta er eitt af betri handverkshúsunum sem ég hef komið í. Þarna var vönduð vara og töluverð fjölbreytni í vöruúrvali. Hrifnust var ég af litlu þæfðu fígúrunum (kindum, körlum og konum) og handgerðu bókunum. Ef fólk er að keyra þarna um mæli ég með stoppi í þessu húsi.
I made this shawl with einföldum plotulopa and einbandi. I think it is nice to blend those two yarntypes together. This shawl suits either in using it over a sweater or winter coat, it goes well with both and it´s warm. The pattern is from Sandnes wool factory.

Saturday, May 7, 2011

Páskahænur

eða bara sumarfuglar. Ég prjónaði þessar hænur rétt fyrir páska.

Ég var búin að liggja í marga daga flensu og hafði ekki heilsu eða úthald til að prjóna eitthvað flókið. Hænurnar eru einfaldar og fljótlegar og góðar á prjónana þegar þannig er ástatt fyrir manni.






Í skrautið framan á þeim notaði ég skraut af gömlum hálsmenum og hárteygjum sem er hætt að nota. Ég er búin að sjá það að maður á ekki að henda neinu (nema það sé orðið ógeðslegt). Það er mesta furða hvað hægt er að nýta gamla hluti í og spara sér fullt af krónum með því að sleppa við að kaupa t.d. skraut framan á prjónahænur.


Uppskriftina fann ég í Prjónablaðinu Ýr, gömlu eintaki. Ég léttþæfði fuglana, hefði líklega mátt þæfa þá aðeins lengur.


I made these chickens just before Easter. I had been sick with the flu for few days and had not the strength to knit something difficult. Those chickens are easy to knit when you have not the energy to craft something difficult. In the front ornaments I used parts from old necklaces that were no longer in use
I've seen that one should never throw anything away that is old unless it has become disgusting. It is possible to save some money by using those old part in something new.

The pattern I used is from Sandnes yarn.