Saturday, May 21, 2011

Sjal

Þetta sjal prjónaði ég úr einföldum plötulopa og einbandi.
Ég hef áður prjónað sama sjalið nema þá notaði ég ljósa liti í það.
Útkoman er ekki síðri í svörtu. Reyndar held ég að það sé sama hvaða lit ég notaði, það að blanda saman þessum garntegundum kemur alltaf vel út.
Uppskriftina er að finna í einu af gömlu prónablöðunum Ýr. Þar voru nú almennilegar uppskriftir, alla vega betri en hafa verið í nýju blöðunum. Mikið óskaplega finnst mér þær eitthvað óspennandi. Í nýja blaðinu núna er t.d. ekkert á herra og engar flottar peysur á unglingsstelpur (en þetta er það sem mig vantar til að prjóna eftir). Jæja, nóg af gagnrýni og tuði.
Ég er mjög ánægð með þetta sjal og það fer vel hvort sem er yfir peysu eða úlpu.
Í gær var ég í mjög skemmtilegri vorferð með vinnunni. Einn af stöðunum sem við stoppuðum á var handverkshúsið á Hellu sem ég man ekki hvað heitir. Ég verð nú bara að segja það að þetta er eitt af betri handverkshúsunum sem ég hef komið í. Þarna var vönduð vara og töluverð fjölbreytni í vöruúrvali. Hrifnust var ég af litlu þæfðu fígúrunum (kindum, körlum og konum) og handgerðu bókunum. Ef fólk er að keyra þarna um mæli ég með stoppi í þessu húsi.
I made this shawl with einföldum plotulopa and einbandi. I think it is nice to blend those two yarntypes together. This shawl suits either in using it over a sweater or winter coat, it goes well with both and it´s warm. The pattern is from Sandnes wool factory.

No comments:

Post a Comment