Saturday, December 31, 2011

Prjónaðar jólagjafir 2011

Þá er komið að því að sýna hvað ég prjónaði í jólagjafir nú í lok ársins. Eins og alltaf fór ég heldur seint af stað og ákvað að vera skynsöm og hætta tímanlega áður en jólin gengju í garð. Síðustu ár hef ég verið að klára að prjóna eftir miðnætti aðfaranóttar aðgangadags.

Ég prjónaði dúkkuföt handa systurdóttur minni. Hún fékk þennan útigalla sem ég prjónaði úr tvöföldum plötulopa, ég notaði tvo liti af bleikum lopa.



Svo átti ég voða fínar gylltar tölur með bleikri miðju.


Hún fékk líka dúkkubuxur. Í rauninni er hún búin að biðja um þær síðan hún átti afmæli og ég gaf henni dúkkufötin sem ég birti myndir af hér fyrir nokkru síðan. Mér fannst sniðugt að setja þær með í jólapakkann.




Yngsta systurdóttir mín fékk þessa álfahúfu. Ég fann uppskriftina á Garnstudio og fannst hún ótrúlega flott.

Hún er heldur ekkert smá krúttleg þegar búið er að klæða litluna í hana.  Uppskriftina er að finna á þessari slóð:  http://www.garnstudio.com/lang/no/visoppskrift.php?d_nr=b21&d_id=34&lang=no
Hún er falleg hvort heldur er á stráka eða stelpur.


Að lokum Gleðilegt ár





Wednesday, December 21, 2011

Jólin koma og fara

Það er ótrúlegt hvað jólin líða hratt. Það er náttúrulega alltaf nóg að gera á aðventunni.
Ég heklaði jólatré úr mjög fallegu skrautgarni. Einnig heklaði ég hjörtu en á eftir að búa til eitt fyrir mig og taka myndir af því til að birta.

Svo ákvað ég að búa til pakkakort. Ég sá fyrirmyndina á netinu og ákvað að nota hana. Kortin voru fín en dáldið fyndin því þetta líktist feitum fuglum með heindýrahorn.



En á pakkanaa fóru kortin og enn er enginn búinn að grínast með kortin.





Monday, December 5, 2011

Jólatré

Ég hef undanfarið verið að hekla lítil jólatré. Uppskriftin er sú sama og myndin hér fyrir neðan sýnir en ég hef notað glitgarn og sleppt snjónum.

Advent Garland Day 1

Ég hef ekki enn komið því í verk að taka myndir af trjánnum mínum en ákvað að láta slóðina ef aðrir hafa áhuga á að hekla jólatré.


Þetta er slóðin og það er margt annað sniðugt á blogginu. The royal sisters eru flinkir heklarar og gaman að fylgjast með því sem þær eru að gera.

Ég er líka farin að vinna í jóladagatalinu mínu en það er trefill sem saman stendur af 24 ólíkum prjónamunstrum. Það er þýskur hönnuður sem er með þetta í gegn um Ravelry og fær maður eina uppskrift á dag frá fyrsta desember til 24. des. Ég birti mynd þegar ég er komin vel af stað.

Að lokum, þá bætti ég við flipa fyrir jóladagatalið á Garnstudio vefnum. Þar opnar maður einn dag í einu og það þýðir ekkert að svindla.