Þá er komið að því að sýna hvað ég prjónaði í jólagjafir nú í lok ársins. Eins og alltaf fór ég heldur seint af stað og ákvað að vera skynsöm og hætta tímanlega áður en jólin gengju í garð. Síðustu ár hef ég verið að klára að prjóna eftir miðnætti aðfaranóttar aðgangadags.
Ég prjónaði dúkkuföt handa systurdóttur minni. Hún fékk þennan útigalla sem ég prjónaði úr tvöföldum plötulopa, ég notaði tvo liti af bleikum lopa.
Svo átti ég voða fínar gylltar tölur með bleikri miðju.
Hún fékk líka dúkkubuxur. Í rauninni er hún búin að biðja um þær síðan hún átti afmæli og ég gaf henni dúkkufötin sem ég birti myndir af hér fyrir nokkru síðan. Mér fannst sniðugt að setja þær með í jólapakkann.
Yngsta systurdóttir mín fékk þessa álfahúfu. Ég fann uppskriftina á Garnstudio og fannst hún ótrúlega flott.
Hún er heldur ekkert smá krúttleg þegar búið er að klæða litluna í hana. Uppskriftina er að finna á þessari slóð: http://www.garnstudio.com/lang/no/visoppskrift.php?d_nr=b21&d_id=34&lang=no
Hún er falleg hvort heldur er á stráka eða stelpur.
Að lokum Gleðilegt ár