Saturday, January 28, 2012

Uppskriftir

Stundum gerist það að maður finnur eitthvað frábært á netinu og vill alls ekki týna því aftur. Það gerðist hjá mér í dag. Ég fann flottar síður sem ég vil alls ekki týna aftur svo ég ákvað að bæta við færslu í dag og setja síðurnar þar inn á.

http://www.stickatillbarbie.se/    Þessi síða er með helling af prjónuðum fatauppskriftum fyrir Barbie.
Here you can find lots and lots of patterns for a Barbie doll.

http://fondrari.blogspot.com/    Þessa síðu á bloggari sem heitir Ólöf Lilja. Hún birtir hér uppskrift af hekluðum jólabjöllum til að setja utan um ljósaseríu. Mjög fallegar hjá henni og akkúrat eins og mig langar að gera.
Here you can find (in icelandic) pattern for christmas bells.

http://sarahlondon.files.wordpress.com/2012/01/oblong-wool-eater-blanket.pdf   Þessi síða er með fallegu heklmunstri frá bloggara sem heitir Sarah London. Hún er með svona heklalong og er þetta fyrsta uppskriftin sem kom.
Here is the pattern for Oblong wool-eater blanket made by Sarah London

http://prjonamunstur.is/  Hér er slóðinn að síðunni sem hjálpar manni að búa til lopapeysu. Sverrir sem bjó þetta til er algjör snillingur.
This is a web that helps you to make your own lopapeysa.

Selbu votter

Ég fékk þessa bók í jólagjöf og er ótrúlega ánægð með hana. Eiginmaðurinn var líka mjög ánægður með hana því honum finnst alltaf frekar þægilegt ef ég get valið gjafirnar sjálf.

Í rauninni er mér búið að langa lengi í hana. Ég fann hana lengi vel ekki á Íslandi. Þegar ég sá hana loksins í búð var hún svo dýr að það var ekki séns að ég tímdi að kaupa hana.  Svo ég bara pantaði hana á Amazon.


Myndirnar eru allar svart/hvítar en það kemur ekki að sök. Þær eru skýrar og leiðbeiningarnar góðar.


Skýringamyndirnar eru líka skýrar og virðist auðvelt að fylgja þeim.


Öll munstrin eru tekin eftir gömlum selbuvettlingum.

Svo nú er bara að finna tíma til að byrja á vettlingum úr bókinni. Ég ætla samt að reyna að klára eitthvað af þeim hundarð og eitthvað verkefnum sem ég er með í gangi fyrst (kanski aðeins ýkt hjá mér).

I got this good book for christmas present (among other books that I will tell about later). It´s all black and white but that dosen´t matter. I have been looking throug it dosent of tímes. I´m looking forward to knit some of those delicius mittens from it. It´s like a carrot in the future because I have to finish some of my many knitting projects before I start a Selbu mitten.

Friday, January 6, 2012

Prjónað

Ég ákvað að birta hér það sem ég átti eftir að sýna af því sem ég prjónaði og heklaði árið 2011.

Fyrir það fyrsta er að nefna eyrnaband sem ég gaf pabba mínum í afmælisgjöf. Með því fékk hann grifflur sem eru í sama gráa litnum og áttblaðarósin.



Ég prjónaði sokkaskó handa pínulitlu frænku minni. Reyndar er barnið búið að vaxa þannig síðan að skórnir passa ekki lengur. Ég held að það hafi tekið rúmlega mánuð fyrir hana að vaxa úr þeim.




Ég prjónaði sjal handa mömmu minni og gaf henni í afmælisgjöf. Uppskriftin er af Sítrussjalinu sem er að finna á Ístex vefnum (http://istex.is/islenska/uppskriftir/vara/16391/ )  en ég prjónaði sjalið á það grófa prjóna að þéttingin sem er í munstrinu sést ekki í myndatökunni.


Sjalið liggur mjög vel og þegar það er prjónað svona þunnt er hægt að nota það hvort heldur sem sjal eða vafning um hálsinn.


Að lokum, smá jóla. Ég heklaði þessi jólahjörtu rétt fyrir jól. Uppskkriftin af þeim er á garnstudiovefnum ( http://www.garnstudio.com/lang/no/visoppskrift.php?d_nr=0&d_id=798&lang=no ) og gaf systrum mínu og mágkonu í jólagjöf ásamt jólatré sem hægt er að finna í desember blogginu mínu.




Þá held ég að ég sé búin að gera upp árið 2011 hvað handavinnu varðar. Svo er bara að ganga inn í 2012 með bros á vör og klára enn meira af handavinnu. Núna er ég með svo mikið í gangi að ég verð að minnsta kosti fram á vor að klára það og samt með stykki sem ég þarf að fara að byrja á

I decided to post pictures of knitted things from 2011 that I had not yet published. First to mention is  earwarmer that I knitted and gave my dad as a birthday present. Then there is a picture of socks that I gave my little cousin but she's grown out of now. After that is the shawl that I gave my mom for her birthday. Finally, there are pictures of hearts made out of glitter yarn that I crocheted and gave my sisters and my husband sister for Christmas and crocheted christmastrees can be seen on one of my earlier blogs.