Saturday, January 28, 2012

Selbu votter

Ég fékk þessa bók í jólagjöf og er ótrúlega ánægð með hana. Eiginmaðurinn var líka mjög ánægður með hana því honum finnst alltaf frekar þægilegt ef ég get valið gjafirnar sjálf.

Í rauninni er mér búið að langa lengi í hana. Ég fann hana lengi vel ekki á Íslandi. Þegar ég sá hana loksins í búð var hún svo dýr að það var ekki séns að ég tímdi að kaupa hana.  Svo ég bara pantaði hana á Amazon.


Myndirnar eru allar svart/hvítar en það kemur ekki að sök. Þær eru skýrar og leiðbeiningarnar góðar.


Skýringamyndirnar eru líka skýrar og virðist auðvelt að fylgja þeim.


Öll munstrin eru tekin eftir gömlum selbuvettlingum.

Svo nú er bara að finna tíma til að byrja á vettlingum úr bókinni. Ég ætla samt að reyna að klára eitthvað af þeim hundarð og eitthvað verkefnum sem ég er með í gangi fyrst (kanski aðeins ýkt hjá mér).

I got this good book for christmas present (among other books that I will tell about later). It´s all black and white but that dosen´t matter. I have been looking throug it dosent of tímes. I´m looking forward to knit some of those delicius mittens from it. It´s like a carrot in the future because I have to finish some of my many knitting projects before I start a Selbu mitten.

No comments:

Post a Comment