Friday, January 6, 2012

Prjónað

Ég ákvað að birta hér það sem ég átti eftir að sýna af því sem ég prjónaði og heklaði árið 2011.

Fyrir það fyrsta er að nefna eyrnaband sem ég gaf pabba mínum í afmælisgjöf. Með því fékk hann grifflur sem eru í sama gráa litnum og áttblaðarósin.



Ég prjónaði sokkaskó handa pínulitlu frænku minni. Reyndar er barnið búið að vaxa þannig síðan að skórnir passa ekki lengur. Ég held að það hafi tekið rúmlega mánuð fyrir hana að vaxa úr þeim.




Ég prjónaði sjal handa mömmu minni og gaf henni í afmælisgjöf. Uppskriftin er af Sítrussjalinu sem er að finna á Ístex vefnum (http://istex.is/islenska/uppskriftir/vara/16391/ )  en ég prjónaði sjalið á það grófa prjóna að þéttingin sem er í munstrinu sést ekki í myndatökunni.


Sjalið liggur mjög vel og þegar það er prjónað svona þunnt er hægt að nota það hvort heldur sem sjal eða vafning um hálsinn.


Að lokum, smá jóla. Ég heklaði þessi jólahjörtu rétt fyrir jól. Uppskkriftin af þeim er á garnstudiovefnum ( http://www.garnstudio.com/lang/no/visoppskrift.php?d_nr=0&d_id=798&lang=no ) og gaf systrum mínu og mágkonu í jólagjöf ásamt jólatré sem hægt er að finna í desember blogginu mínu.




Þá held ég að ég sé búin að gera upp árið 2011 hvað handavinnu varðar. Svo er bara að ganga inn í 2012 með bros á vör og klára enn meira af handavinnu. Núna er ég með svo mikið í gangi að ég verð að minnsta kosti fram á vor að klára það og samt með stykki sem ég þarf að fara að byrja á

I decided to post pictures of knitted things from 2011 that I had not yet published. First to mention is  earwarmer that I knitted and gave my dad as a birthday present. Then there is a picture of socks that I gave my little cousin but she's grown out of now. After that is the shawl that I gave my mom for her birthday. Finally, there are pictures of hearts made out of glitter yarn that I crocheted and gave my sisters and my husband sister for Christmas and crocheted christmastrees can be seen on one of my earlier blogs.
 

No comments:

Post a Comment