Monday, January 13, 2014

Peysur

Það gengur ágætlega með peysuna sem ég er að prjóna fyrir DÞ.  Þó veit ég að ég næ ekki að klára hana á tveimur vikum eins og ég stefndi að.
It goes well with a sweater I'm knitting for DTH (my son). But I know that I can not finish it in two weeks as I had intended.
 Peysan er þægileg í prjóni og uppskriftin enn sem komið er vel fram sett. Ég notaði sömu liti og eru gefnir upp í uppskriftinni og finnst þeir koma vel út.
 The sweater is nice to knit and the pattern well written. I used the same colors and are used in the pattern and they look great.
 Ástæðan fyrir því að það gengur hægar með peysuna en ég planaði er að ég er að prjóna aðra peysu og er hún fyrir mig. 
The reason why I am so slow to knit the sweater is that I'm knitting another sweater and it is for me.
 Hún er prjónuð á prjóna nr. 3 og er frá Sandnes garn og er uppskriftin úr Prjónablaðinu Ýr. Ég hef verið að prjóna hana við sjónvarpið og er það fínt þar sem ég er búin að vera að prjóna hring eftir hring og það verður ansi tilbreytingarlaust.
  It is knitted on needles no. 3 mm(us 2,5) and from Sandnes yarn. I've been knitting it while watching the TV and it's fine because I've been knitting round and round and it will become pretty monotonous.
En nú er ég komin að því að prjóna munsturbekk og það verður gaman. Og ég meina það í alvöru.
But now it´s  time to knitting a massive pattern and it will not be done watching the TV. But it  will be fun and I meanit,  really.

No comments:

Post a Comment