Sunday, February 23, 2014

Hafið bláa

Prjónar nr. 8

Prjónfesta: 10 cm eru 17 umferðir

Garn sem passar við prjónfestu. Ég notað Hubro frá Dalegarn, ljósblátt og dökkblátt.


Fitjaðu upp 68 lykkjur á prjóna númer 8 með dekkri litnum. Tengdu í hring og pjónaðu stroff, 2 sléttar lykkjur og 2 brugðnar lykkjur. Prjónaðu þar til stykkið mælist 7 cm.

Skiptu yfir í dekkri lit og prjónaðu 1 hring með sléttu prjóni. Í þessari umferð á að auka út um 1 lykkju þar sem hringurinn tengist (69 lykkjur á prjóninum).

Prjónaðu nú munstur samkvæmt teikningu. Athugaðu samt að umferðin endar á einni brugðinni lykkju. Í þriðju umferð munsturs er aftur aukið um 1 lykkju í lok umferðar og eru þá komnar 2 brugðnar lykkjur í lokin og 70 lykkjur á prjóninn.

Hægt að velja um tvö kaðlamunstur. Annars vegar snúa kaðlarnir í sitt hvora áttina (munstur 1), hins vegar snúa kaðlarnir í sömu átt (munstur 2).





Takið 2 lykkjur og setjið á hjálparprjón, leggið lykkjurnar fyrir framan og prjónið lykkjurnar 2 fyrir aftan. Prjónið síðan lykkjurnar fyrir framan

Takið 2 lykkjur og setjið á hjálparprjón, leggið lykkjurnar fyrir aftan og prjónið lykkjurnar 2 fyrir framan. Prjónið síðan lykkjurnar fyrir aftan



Hér er hægt að sjá myndband frá Drops studio sem sýnir hvernig kaðall er prjónaður.

Prjónið nú þar til allt stykkið mælist 19 cm. Prjónið þá sléttu lykkjurnar 2 saman allan hringinn, 63 lykkjur eru þá á prjóninum.

Þegar búið er að prjóna 22 cm eru allar brugðnu lykkjurnar prjónaðar 2 saman allan hringinn, 49 lykkjur á prjóninum.

Þegar stykkið mælist 26 cm eru tvær lykkjur prjónaðar saman allan hringinn.

Bandið er að lokum dregið í gegn um þær lykkjur sem eru eftir.



Frágangur: Gangið frá öllum endum. Búðu til dúsk og saumaðu á kollinn.


Hér er hægt að finna slóð á uppskriftina.

No comments:

Post a Comment