Stærð: Ein stærð sem passar
fyrir dömur og herra
Prjónar: Hring- og sokkaprjónar nr.
3 og 3,5 mm
Prjónfesta: 10 cm eru 23 lykkjur á þveginni prufu
Garn: Sem passar við
prjónfestu. Ég notað Smart frá Sandnes garn.
Fitjaðu upp 114 lykkjur á prjóna númer 3. Tengdu í hring og pjónaðu stroff,
4 sléttar lykkjur og 2 brugðnar lykkjur allan hringinn. Prjónaðu stroff þar til stykkið mælist 4 cm.
Skiptu yfir á prjóna nr. 3,5 og prjónaðu 1 hring með sléttu prjóni. Síðan er
munstur
prjónað.
Munstur:
1. Prjónaðu 54 lykkjur slétt. Því næst eru 2 lykkjur settar á
hjálparprjón og lagðar aftan við hringprjóninn (inn í húfuna), prjónaðu 2 lykkjur af
hringprjóninum framan við hjálparprjóninn. Næst eru lykkjurnar 2 sem eru á
hjálparprjóninum prjónaðar. Kláraðu að prjóna hringinn.
2. Prjónaðu 1 hring án úrtöku.
3. Prjónaðu 52 lykkjur slétt. . Því næst eru 2
lykkjur settar á hjálparprjón og lagðar aftan við hringprjóninn (inn í húfuna), prjónaðu 2 lykkjur
af hringprjóninum framan við hjálparprjóninn. Næst eru lykkjurnar 2 sem eru á
hjálparprjóninum prjónaðar. Kláraðu að prjóna hringinn.
4. Prjónaðu 1 hring án úrtöku.
Munstrið er prjónað áfram eins og umferðir 3 og 4 nema alltaf er prjónað 2
lykkjum styttra í munsturumferðinni (oddatölu-umferðin þar sem línan myndast)
og vefur línan sig þá um kollinn.
Prjónaðu nú þar til allt stykkið mælist 14 cm.
Þá hefst úrtakan:
*Prjónið 12 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman*. Endurtaktu frá * til * út
hringinn. Nokkrar lykkjur verða eftir í afgang og eru þær pjónaðar inn í úrtökuna þegar þær passa þar inn.
Pjrónið 1 hring án úrtöku.
*Prjónið 11 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman*. Endurtaktu frá * til * út
hringinn.
Pjrónið 1 hring án úrtöku.
Úrtakan er prjónuð þannig áfram ásamt línunni. Línan leggst yfir úrtökuna. Prjónaðu
úrtökuna áfram þar engin lykkja er eftir á milli úrtakanna. Pjónaðu þá 2
lykkjur saman allan hringinn. Kklipptu bandið og dragðu í gegn um þær lykkjur
sem eru eftir.
Frágangur: Gangið frá öllum endum. Gott er að skola
úr húfunni og leggja á handklæði meðan hún þornar.
No comments:
Post a Comment