Ég gaf frænda mínu í Noregi útprjónað húfu og vettlingasett. Fannst tilvalið að hann ætti eitt norskt sett. Ég ákvað samt að hafa það ekta stráka og prjónaði hauskúpumynstur á það.
Svona litu vettlingarnir út
Hauskúpurnar voru ekkert mjög frýnilegar. Mér fannst hönnunin samt ótrúlega flott og hauskúpan koma vel út.
Svo var það húfan. Sama munstur en sett í húfu. Húfan kom líka mjög flott út. Bestu meðmælin voru þau að frændur mínir 2 sem fengu svona húfur voru farnir að nota þær. Það eru meðmæli með munstrinu.
Uppskriftina að þessu setti fékk ég á Ravelry síðunni. Hún er brunnur af uppskriftum, sérstaklega fylgihlutum.