Fremst í bókinni er gott efnisyfirlit þannig að auðvelt er að finna það sem leitað er að.
Kristín skiptir bókinni upp í nokkra kafla eftir því hvernig sokkauppskriftir hún setur fram. Í upphafi hvers kafla er stutt umföllun sem er nokkuð skemmtilegt að lesa.
Það er tvennt annað sem mér finnst gera þessa bók eins góða og hún er. Það fyrra er að hún er með allt frá mjög einfaldum uppskriftir fyrir byrjendur yfir í að vera með uppskriftir fyrir prjónabrjálæðinga eins og mig sem vill ekkert of einfalt í prjónaskap. Hitt sem ég er svo hrifin af er að hún er með uppskriftir af nokkrum hælum. Ég kann að prjóna tvær gerðir af hæl, nú get ég hlakkað til að prjóna nýjar hælatýpur.
Ég held að enginn verði svikinn af því að kaupa sér bókina. Mér finnst þetta skemmtilegasta prjónabókin á markaðinum í dag. Hún gefur líka prjónurum sem eru lengra komnir verkefni til að vinna að. Mér finnst vera galli á flestum prjónabókunum sem eru gefnar út hér á landi að þær eru svo allt of einfaldar og því langar mig ekki til að kaupa þær. Það verður að vera eitthvað "challenge" í þeim.
No comments:
Post a Comment