og verða komin áður en ég veit af. Þar sem öll handavinnan sem ég geri núna eru jólagjafir ákvað ég að sýna jólaskraut sem ég hef búið til.
Fyrir nokkrum árum bjó ég þessa engla til. Þeir eru alltaf jafn hátíðlegir og fallegir í einfaldleika sínum.
Jólasokkinn saumaði ég handa syninum. Það er ótrúlega gaman að sauma Bucilla hlutina og um leið svo einfalt. Þegar ég er að prjóna eða sauma eitthvað erfitt er gott að hafa annað einfalt með. (Hjá mér er það svona 2 - 3 erfið stykki og 4 - 5 létt stykki í gangi í einu).
Sokkurinn er einfaldur og fallegur og fær að hanga í stofunni þar sem ég neita syninum um að hafa hann í herberinu meðan það lítur út eins og útibú frá heimsins mesta sóða (ég reyni alla vega að trúa þvi að hann sé ekki mesti sóðinn).
Ég þarf að sýna mynd af mesta stoltinu mínu í jólaskrauti. Það var sko vinna í því. Kemur næst.
No comments:
Post a Comment