Thursday, December 30, 2010

Jólagjafapakki 2

Þá er það næsti skammtur af jólagjöfum.
Ég gaf frænda mínu í Noregi útprjónað húfu og vettlingasett. Fannst tilvalið að hann ætti eitt norskt sett. Ég ákvað samt að hafa það ekta stráka og prjónaði hauskúpumynstur á það.
Svona litu vettlingarnir út

og aðeins nær


Hauskúpurnar voru ekkert mjög frýnilegar. Mér fannst hönnunin samt ótrúlega flott og hauskúpan koma vel út.

Það var líka ferlega gaman að prjóna þetta munstur enda ég ekki vön að prjóna hauskúpur og því um líkt. Þegar ég prjóna norskt munstur prjóna ég oftast áttblaðarósina eða eittvað í þeim dúr.
Svo var það húfan. Sama munstur en sett í húfu. Húfan kom líka mjög flott út. Bestu meðmælin voru þau að frændur mínir 2 sem fengu svona húfur voru farnir að nota þær. Það eru meðmæli með munstrinu.


Uppskriftina að þessu setti fékk ég á Ravelry síðunni. Hún er brunnur af uppskriftum, sérstaklega fylgihlutum.


Ég á eftir að setja inn mynd af húfunni sem Dfrændi fékk en ég hafði hana aðeins öðruvísi að neðan svo strákarnir gætu þekkt húfurnar sínar í sundur. Þfrændi fékk líka vettlinga og voru þeir brúnir og hvítir svo bræðurnir gætu þekkt þá í sundur. Ég gleymdi að taka mynd af þeim í flýtinum fyrir jól svo Ssys ef þú lest þetta þá máttu endilega taka mynd af vettlingunum og senda mér. Ekki væri heldur verra að fá mynd af strákunum í jólafjöfunum.

No comments:

Post a Comment