Friday, January 7, 2011

Jólagjafapakki 3

Þá er komið að jólagjöf númer þrjú. Ég prjónaði dúkkukjól handa 6 ára frænku minni.Fyrir einhverju síðan bað hún mig um að prjóna sparikjól handa dúkkunni og ég ákvað að búa þennan til.Hann er með gataprjóni neðan á og á ermunum. Enn og aftur klikkaði ég á því að það virðist ekki vera hægt að snúa mynd og setja hana inn í bloggið. Því er hún á hlið. Það hlýtur að vera komið að því að ég muni þetta og taki ekki myndir á hlið :-)


Loksins er komin helgi. Þetta er búin að vera ein lengsta vika vetrarins. Það er ótrúlega erfitt að byrja að vinna eftir gott frí, sérstaklega þegar sólarhringnum er hliðrað fram á nótt og til hádegis. Ég ætla að reyna að safna kröftum um helgina og reyna að hressa mig eftir leti- og átlífið í jólafríinu.

No comments:

Post a Comment