Sástu hana? Mikil ósköp, peysan var búin að liggja fyrir framan mig og ég búin að taka myndir og sá ekki að þegar ég saumaði tölurnar á hana skekkti ég munstrið. Sem betur fer var ég ekki búin að afhenda hana en ég hafði bara ca. hálftíma til að laga þetta (á Þorláksmessu) því við vorum að fara að hittast hjá ömmu og gefa henni peysuna.
En ég náði það laga hana og þá leit hún svona út. Allt annað. Munstrið stenst á og allt í himna lagi.
Það var mjög gaman að prjóna peysuna og dáldið langt síðan ég hef fengið svona áskorun eins og þetta munstur var. En uppskriftin var vel skrifuð (á norsku) og ekkert mál að fylgja henni. Útgefendur íslenskra prjónablaða mættu taka þetta sér til fyrirmyndar því stundum eru uppskriftirnar svo illa skrifaðar að það mætti ætla að þær hafi ekki verið prufuprjónaðar.
Amma var mjög ánægð með peysuna svo tilgangnum var náð og ég fór ánægð heim frá henni að klára það sem var eftir að gera fyrir jól eins og að klára að prjóna hauskúpuhúfuna hans Darra.
Eins og alltaf eru allar stafsetningavillur á ábyrgð Sólveigar systur. ;-)
No comments:
Post a Comment