Saturday, January 15, 2011

Fleiri jólagjafir

Ég prjónaði þessa húfu handa mági mínum og gaf í jólagjöf. Hún er úr alpakaull og svo ótrúlega mjúk. Alpakaullin er bæði mýkri og loftkenndari en kindaullin að mínu mati.


Svo kemur örlítil angóruáferð á hana.

Myndavélin hjá mér er greinilega ekki nógu góð því litirnir í húfunni voru brúnir. Ég valdi dökkbrúnan og millibrúnam lit sem tónuðu fallega saman. Á myndinni virðast litirnir fara út í fjólulitaðan tón. Hmm ekki nógu gott. Ólöf, ef þú lest þetta máttu taka mynd af þessari húfu fyrir mig......

og nú kemur í ljós hvort þú nennir að lesa bloggið mitt. Hehe.

Ég fann þessa fínu mynd af dýrinu sem framleiðir alpacaull. Dýrið er kallað alpaca á ensku og kemur frá suður Ameríku. Ætli það sé líka kallað alpaka á íslensku?

1 comment:

  1. Heyrðu, þú verður bara að koma í heimsókn og ná í myndina ;) Löngu búin að taka mynd. Annars var ég að hugsa um að fá mér eina alpaca sem gæludýr.

    Kv. Ólöf

    ReplyDelete