Thursday, April 7, 2011

Grifflur

Um daginn prjónaði ég grifflur fyrir mömmu. Þær eru einfaldar og voru fljótprjónaðar. Garnið sem ég notaði var smart, rautt með yrjum í, svona eins og tweed garn.

Uppskriftina gerði ég sjálf og er bara nokkuð ánægð með hana. Þumallinn mætti kanski vera aðeins styttri en þær verða bara hlýrri svona.


Í framhaldinu ætla ég að leika mér með mynstur í grifflurnar fyrst grunnurinn er kominn.

No comments:

Post a Comment