Tuesday, April 19, 2011

Seven circle

Fyrir nokkrum mánuðum síðan (held að það telji í mánuðum frekar en ári, en tíminn er mjög afstæður hjá mér og yfirleitt skil ég ekkert í því hvað hann líður hratt) fékk uppskriftina að þessum kraga hjá Unni vinkonu minni.

Hann kallast Seven circle og er eins og sést á myndunum gerður úr 7 hringjum sem hanga saman á 6 lykkjum.



Það er mjög heitt að hafa kragan um hálsinn. Sérstaklega aftan á þar sem hann liggur þétt upp að og krumpast og er því frekar þykkur þar.



Ég prjónaði hann líklegast úr heldur þykku garni þar sem hann er aðeins of víður. En góður er hann engu að síður svo ég ætla ekki að rekja hann upp heldur nota hann eins og hann er. Ég prjóna mér líklega annan næsta haust sem verður þá úr aðeins fínna garni.



P.S. bara svo þið vitið þá er ég ekki með svona undirhöku heldur var ég að taka myndina sjálf og keyrði hausinn alltaf aftur á bak og fékk þá þessa undirhöku.

No comments:

Post a Comment