Saturday, February 9, 2013

Echoes of Color by Joji


Þá er ég loksins búin með Echoes of Color eftir Joji . 
Finaly I have finist Echoes of Color by Joji. 


Það var auðvelt að prjóna sjalið en seinlegt. Fyrir utan prjaða kögrið er sjalið prjónað úr garðaprjóni og stuttum umferður svo ég prjónaði það mikið við sjónvarpið.
It was easy to knit this shawl, but it took some time . The shawl is knitted in garter stitch and short rows so I did knit it mostly in front of the TV.


Sjalið varð frekar stórt en sem betur fer ekki svo stórt að ég gangi á því ef það liggur laust yfir axlirnar.  Handklæðin undir sjalinu eru frekar stór baðhandklæði svo hægt sé að ímynda sér hve stórt sjalið er.
The shawl was pretty big, but fortunately not so large that I am stepping  on it if I it were is loose over my shoulders. The towels under the shawl are rather large bath towels so you can imagine how big the shawl is.


En ég er mjög ánægð með það.
But I´m very happy with it.


 Ég hugsa að ég þurfi ekki að fá mér sumarjakka því sjalið er örugglega jafnhlýtt og einn þannig og nógu stórt til að veita gott skjól.
 I think I do not have to buy me a summer jacker because that shawl is probably as warm as one and large enough to provide good shelter

Sunday, January 20, 2013

Á prjónunum

Ég er alltaf með eitthvað á prjónunum. Yfirleitt allt of mikið af verkefnum. Áramótaheitið í ár var því að vera alltaf með eitthvað tvennt til þrennt að vinna í. Með því móti næ ég að klára eitthvað af því sem ég er að gera.
I always have something on the needles. Usually, too many projects. The new year promise to my self this year was to always have something two to three working projects at the time and no more. By that way, I'll finish these things I'm working on.


Núna er ég að prjóna sjal sem er svona mystery. Uppskriftin barst í 4 pörtum og ég er búin að fá þá alla en er aðeins á eftir með prjónaskapinn. Er sem sagt að prjóna clue 3 en á að vera búin með clue 4.
Right now I'm knitting a shawl that is a mystery knit. The pattern came in 4 parts and I have gotten them all, I´m still knitting Clue 3, but should be done with the clue 4.


 Litirnir sem ég valdi eru mjög óvenjulegir fyrir mig t.d. á ég ekkert gult á mig. Ég ákvað að nota garn sem ég áttir fyrir í stað þess að kaupa nýtt því það er hreinlega garn um alla íbúðina. Í skápum, hillum, skúffúm, stofuborðinu sem er kista, upp á háalofti, nánast alls staðar nema í fataskápum og eldhússkápunum. 
The colors I chose are very unusual for me, for example, I don´t own anything yellow on me. I decided to use that yarn I owned instead of buying new, because it is simply yarn everywhere the apartment. In closets, shelves, drawers, coffee table, in the attic, almost everywhere except in wardrobes and kitchen.



Svo er ég líka að prjóna lopapeysu
And then I´m knitting lopy sweater


úr þessari bók
from this book

sem er kölluð Birta.
wich is called Birta.

Ég ákvað að prjóna hana úr þreföldum plötulopa í stað þess að nota álafosslopa.
I decided to knit it from triple plötulopi instead of using Álafoss wool.


Thursday, January 3, 2013

Bambapeysa

Ég prjónaði þessa bambapeysu handa 5 ára frænku minni í jólagjöf. Uppskriftina fann ég í Ungbarnablaðinu.  I knitted this sweater for my 5 year old niece for Christmas. The pattern is from Sandnes garn.

Mig var lengi búið að langa til að prjóna hana og lét loks verða af því núna því frænkan var að vaxa upp úr stærstu stærðinni sem er 5 ára. 
I had been wanting to knit it for some time and finally did it for this christmas. I could not wait any longer because the largest size of the pattern is 5 years old an my  niece is 5. 


Ég stækkaði hana með því að lengja aðeins í ermunum og bolnum. 
I made it larger by extending the sleeves and body.


Svo skipti ég út garni og notaði Sandnes lanett í stað sisu vegna mýktarinnar.

I changed the yarn and used Sandnes Lanett instead SISU. I think lanett is a bit softer than sisu.



Í haust fór ég með saumaklúbbi í sumarbústaðarferð þar sem var borðaður góður matur og kerti skreytt. Ég ákvað að sýna myndir af þessu núna því ég hreynlega gleymdi því í haust. 

In the fall, I went with the a knitting circle to a cottage and there we ate good food and decorated candles . I decided to show pictures of this now because I totaly forgot it this fall.


Wednesday, December 26, 2012

Fiðrildaslóð


kallast þessi peysa sem ég prjónaði í jólagjöf handa 8 ára frænku minni. 
is this sweater called which I knitted as a Christmas gift for my 8 year old niece. It means butterfly trail.


Uppskriftin er fengin úr bókinni "Prjónað úr íslenskri ull". Ég breytti reyndar úr því að nota léttlopa í að nota plötulopa því mér finnst hann mýkri viðkomu. 
The pattern is taken from the book "Knitted of Icelandic wool". I changed the yarn from the use of léttlopa as is in the pattern to using plötulopa because I think it has softer touch.


Peysan var fljótprjónuð. Hún er gefin upp fyrir prjóna nr. 4,5 en ég ákvað að nota prjóna nr. 5 því ég vildi stækka peysuna aðeins. Frænka mín er 8 ára og uppskriftin er gefin stærst fyrir 8 ára. Með því að nota stærri prjóna og lengja bol og ermar um 2 cm stækkaði ég peysuna upp í 9 ára og jafnvel rúmlega það. 

The sweater was a quick knit. It´s given up for knitting needle no. 4.5, but I decided to use needle no. 5 because I wanted to have the sweater a bit bigger than the pattern is given for. My niece is 8 years old and the recipe is given for sizes 8 years. By using larger knitting needle and extend the torso and sleeves about 2 cm, the sweater is usable for a 9 years old and even a bit longer than that.




Stroffið var mjög fallegt og óhefðbundið. Það setti töluverðan svip á peysuna og skreytir hana. Svo notaði ég tölur sem eru eins og maríubjöllur og mjög fallegar. Ég fékk þær í tölubúðinni á Hellu (sem ég man ekki hvað heitir. Fínt ef einhver veit það og nennir að láta mig vita svo ég geti birt nafið). 
The rib pattern was very beautiful. It decorated the sweater very much. Then I used buttons that look like a lady beetles and are very beautiful. I got them in the button store  in Hella (which I can´t remember the name of).


Þetta var fiðrildapeysan sem ég gerði. Næst sýni ég myndir af hreindýrapeysu sem ég gerði fyrir 5 ára frænku mína. Þetta voru sem sagt mikil dýrajól í peysuprjóni.
This was the butterfly sweater I made. Next, I show pictures of reindeer sweater I made for my 5 year old niece. 


Saturday, December 1, 2012

Jóladagatal

Nú er búið að opna fyrir jóladagatal Garnstudio , Ég er með link inn á það og "allavega" ég mun kíkja á það á hverjum degi því þetta er partur af jólastemmningunni hjá mér.

To day the Advent calender from Garnstudio was activated. I have a link to it and "at least" I will look at it every day because this is part of the Christmas mood with me.

Thursday, November 22, 2012

Dúkkuföt


Fyrir ekki svo löngu síðan átti systurdóttir mín 8 ára afmæli. Mér fannst vel við hæfi að prjóna föt handa dúkkunni því eins og allir vita þá eru dúkkur alltaf fatalausar og þurfa því ný föt. Að minnst kosti skilst mér það af dúkkumömmum sem ég hef spjallað við.
Not so long ago my 8 year old aunt had a birthday. I thought it fitting to knit clothes for the doll because as everyone knows, the dolls always runs out of clothers and need new one.

Fyrir valinu varð sett úr prjónablaðinu Ýr. Munstrið á peysunni varð öðruvísi en á húfunni þar sem það var prjónað í sumarbústaðarferð með saumaklúbbi og athyglin því ekki alveg ofan í blaðinu. 
I  chose to knit set from the "knitting magazine Yr" . The pattern on the sweater was different than the pattern on the cap and that is probably because  I did knit the sweater in a trip to a cottage with knitting buddies and my concentrating not totaly on the pattern. 


í sjálfu  sér var ég nokkuð ánægð með nýja munstrið og fannst það alls ekki síðra en peysumunstrið. Ég ákvað samt að gera það ekki á húfuna því það fór alveg svaka mikil vinna í alla þessa kaðla og ég hreinlega bara nennti ekki að gera þá aftur.
To tell the truth, I was pretty happy with the new pattern. I still decided not to knit it on the hat because it was quite a work in all these cables and I simply decided to be too lazy to knit them again.


Frænka mín fékk einnig smekk fyrir dúkkuna í pakkanum því hún benti mér svo fallega á að dúkkan átti engan smekk eins og frænka hennar sem er eins árs og við vorum sammála um að það væri alveg ómöglegt að dúkkan væri smekklaus.
My aunt also got a bib for the doll in the package because she told me so nicely that the doll had no bib  like her cousin who is one year old and we agreed that it would be quite impossible for the doll not to have one bib in it´s cabinet.


Sunday, November 4, 2012

Lambúshetta

 Fyrir nokkru prjónaði ég lambúshettu handa systurdóttur minni. Hún var byrjuð hjá dagmömmu og farin að vera meira úti svo mig langaði að gera eitthvað hlýtt handa henni.
In september I made this lambúshetta for my syster daughter. I wanted to give her somthing warm for her birthday.


Ég notaði uppskrift frá Garnstudio sem ég hef prjónað eftir áður.
I used a pattern from Garnstudio wich I have knitted before.


Reyndar sleppti ég löngu skotti sem er á húfunni því mér fanst þetta betra. Það er auðveldara að setja hettu yfir þessa og ég vildi ekki hafa skott sem gæti krækst í eitthvað og skapað vandræði.
I did change it a bit because I didn´t like to have a longtail on it as is in the pattern.



Lambúshettan situr vel og lokar vel á eyrun og hálsinn. Ég prjónði hana úr Lanett og notaði bleikan lit og hvítt. Mér finnst þeir litir vera frekar krúttlegir saman á svona litlu barni.
 Lambúshettan sits well and closes well on the ears and neck. I knitted it from Sandnes - Lanett, using pink and white. I find it to be pretty cute together on such a small child.

P.S. Ef einhver veit hvernig lambúshetta er á ensku má alveg láta mig vita. Ég fann ekki út úr því. 

Friday, October 19, 2012

Lopavettlingar



Aldur: Dömustærð (vettlingarnir eru frekar háir upp)

Prjónar: Sokkaprjónar nr  5

Garn: Léttlopi, einn dokka ljósgrá og ein dokka dökkgrá

Uppskrift:

Fitjið upp  32 lykkjur með dökkgráa garninu á prjóna nr. 5 og prjónið stroff 1 slétt, 1 brugðin lykkja.Tengið í hringog prjónið 6 cm stroff. Að því loknu er prjónað slétt prjón.
Prjónið 6 umferðir slétt prjón.

Þá er komið að munstri.

          


                                   o er dökkgrár,        x er ljósgrár


Munstrið nær yfir 3 lykkjur

Þessar 9 umferðir (6 umferðir slétt prjón og 3 umferðir munstur) mynda munstrið.
Prjónið svona áfram þar til allt stykkið mælist 15 cm. (Ef vilji er til að stytta vettlingana er hægt að prjóna færri cm hér.)

Merkt fyrir þumli:
Nú er prjónað með öðru bandi fyrir þumlinum þannig:
Prjónið 11 lykkjur, prjónið núna 7 lykkjur með öðru bandi, færið lykkjurnar til baka á fyrri prjóninn og prjónið lykkjurnar sem eru með öðru bandi með lopanum og haldið áfram með vettlinginn.
Prjónið þar til vettlingurinn mælist 26 cm. Þá er komið að úrtöku.

Úrtaka:
Prjónið 3 lykkjur , síðan 2 lykkjur saman allan hringinn.
Prjónið 2 umferðir án úrtöku.
Prjónið þá 2 lykkjur og síðan 2 lykkjur saman allan hringinn.
Prjónið 2 umferðir án úrtöku.
Prjónið nú 1 lykkju og síðan 2 lykkjur saman allan hringinn.
Prjónið 2 umferðir. Slítið bandið frá og þræðið það í gegn um lykkjurnar sem eru eftir.

Þumall:
Nú þarf að rekja upp bandið sem var notað til að prjóna þumallykkjurnar. Þegar það er búið eru 7 og 6 lykkjur sem þarf að setja á prjóna. Nú er þumallinn prjónaður og mér finnst ágætt að taka upp 1 lykkju í hvoru viki svo ekki myndist gat þar. Það eiga því að vera 15 lykkjur á prjóninum.
Prjónið 15 umferðir.
Prjónið þá 2 lykkjur saman allan hringinn 2 umferðir.
Slítið þá bandið frá og dragið í gegn um lykkjurnar.


Prjónið annan vettling alveg eins. Þetta er kosturinn við úrtökuna sem ég nota á vettlingnum. Vettlingarinir passa á hvora höndina sem er og það er engin hætta á að prjónaðir verði 2 vettlingar á sömu hendi (ótrúlega súrt þegar maður gerir það, ég kannast við það)

Frágangur:
Gangið frá öllum endum.
Mér finnst gott að þvo lopa úr sjampói og hárnæringu til að mykja ullina fyrir notkun.



Sunday, September 30, 2012

Vettlingar

 Nú er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Málið er að ég skipti um vinnu í ágúst og það tekur alltaf orku þegar maður fer í þannig stórræði. Skiptin voru reyndar góð að því leiti að þegar ég var búin að koma mér fyrir á nýja staðnum og farin að kynnast því góða fólki sem ég vinn með þar áttaði ég mig á því að ég átti í rauninni meiri kraft og orku eftir vinnu heldur en á gamla staðnum.
Því er það svo að þó ég hafi ekki bloggað þá er ég búin að vera að prjóna (enda ekki hægt að hætta því). 
Ég prjónaði lopavettlinga og ætla flótlega að skrifa uppskriftina að þeim og birta á blogginu. Dóttir mín hertók þá og finnst þeir æðislegir. Þeir eru frekar háir upp og loka því vel á milli peysu/úlpu og vettlinganna, ekkert bert skinn á milli sem kólnar upp. 


Ég prjónaði sokka á litlu frænku mína úr afgöngum og kalla þá Afgangasokka. Ég þarf aðeins að laga hælin á þeim, þ.e. uppskriftinni minni, og þegar ég er búin að því þá ætla ég að setja uppskriftina á bloggið. Mér finnst það alveg með ólíkindum að þegar ég ætlaði að prjóna sokka fyrir eins árs barn á prjóna nr. 3,5 þá fann ég ekki uppskrift af hefðbundnum sokku. Svo ég bjó þess til og komst að því að hællinn er ekki alveg eins og ég vil. 



Svo er ég líka nýlega búin að klára kaðlavesti sem ég er búin að vera ansi lengi með, á bara eftir að taka myndir af því. Ég kláraði líka (í gær) lambhúshettu á litlu frænku mína en á eftir að taka myndir af henni. 


It´s such a long time since I blogged last. The thing is that I changed my job in August and it always takes energy when one does such a thing after 15 years on the same place and job. But exchanges can do good things to you and that is what I got. I realized that now I have more energy after work when I com home and that is a very good thing.
Though I haven´t been blogging I have been knitting (impossible not to).
I knitted lopi mittens and plan to publish the pattern on the blog. My daughter captured them and  think that they feel wonderful. They're pretty high up so there is no bare and cold skin between them and coat so there is no cold skin.
I knitted socks for my little cousin from stash. I only need to fix the heel on them and when I'm done with that I plan to put the pattern on the blog. I find it absolutely unbelievable that when I was going to knit socks for one year old I found no pattern for traditional socks. So I made one for me and discovered that the heel is not quite the way I want.
I also recently finished vest that I've been knitting for a pretty long time, I just haven´t pictures of it yet. I also finished (yesterday) lambhúshetts (ski mask) for my little aunt but still have to take pictures.

Saturday, August 11, 2012

Bleikt

skal það vera þegar prjónað er handa 5 ára frænku. Ég prjónaði vestið fyrir systurdóttur mína og notaði uppskrift úr prjónablaðinu Ýr. 
Pink shall it be when you are knitting for 5 years old aunt. I made this vest for my sisters daugther after a pattern from Sandnes yarn.


Ég mixaði uppskriftina reyndar dálítið því ég notaði annað garn er gefið er upp. Útkoman er samt fín. 
I mix the recipe a little because I used a different yarn from what is indicated. The result are still fine.

Tölurnar keypti ég í Bjarkarhóli og er ég mjög ánægð með þær, ekki spillti fyrir að verðið var hóflegt þannig að það er hægt að mæla með búðinni. 
I liked those heartlike buttons a lot and they fit perfectly for the vest. 


Þá er það framgangurinn á sjalinu sem ég ákvað að prjóna á Ravellenic games . Sjalið er búið, búið að skola úr því og liggur og þornar. Þannig að á morgun þegar Ólympíuleikunum lýkur verður sjalið tilbúið. 
Then there is progress on the shawl I decided to knit at the Ravellenic games. A shawl is made, it has been washed and dried. So tomorrow when the Olympics end the shawl will be ready.