Það er nú meira hvað það er mikið af skemmtilegu handverksbloggi á netinu. Ég get setið tímunum saman og skoðað blogg. Þegar bloggararnir setja inn myndir af því sem þeir eru að prjóna, spinna, o.s.frv. get ég alveg gleymt mér í tölvunni og tíminn telur í klukkustundum en ekki mínútum.
Í dag bætti ég við einni finnskri/usa bloggsíðu á blogglistann minn. Konan sem á hana er að hanna ferlega flottar flíkur, vettlinga, sokka, .... Ég fann hana inn á Ravelry síðunni og er búin að tengja hana inn á uppáhöldin (skrítið orð, ætli það sé rétt hjá mér?) mín þar. Slóðinn er https://www.ravelry.com/account/login . Það þarf reyndar að sækja um aðgang að henni en það er algjörlega þess virði því inn á síðuna safnast alls konar hönnun frá áhuga- og atvinnuhönnuðum og mikið af henni er hægt að fá ókeypis.
Ég er búin að opna síðu inn á Ravelry en er enn ekki farin að hanna neitt til að setja þarna inn heldur er bara með myndir af því sem ég er búin að gera. Einhvern tímann bætist hitt kanski við. Hver veit!!!
Saturday, August 29, 2009
Sunday, August 23, 2009
Meira af kláruðum hlutum
Ég ákvað að setja inn myndir af fleiri hlutum sem ég hef klárað. Þetta er fínt bókhald utan um það sem ég er búin að gera.
Þetta sjal prjónaði ég handa mömmu og gaf í jólagjöf. Það er frábært yfir axlirnar þegar það er kalt úti. Ég lét nælu fylgja með því og er það nælt saman með henni. Við það verður sjalið flottara en ef það væri bundið saman. Ég gerði alveg eins handa mér en bara rautt.
Hér er ég með húfu sem ég prjónaði á mig og með trefil sem ég heklaði mér síðasta vetur. Hann er ótrulega þægilegur.
Þetta sjal prjónaði ég handa mömmu og gaf í jólagjöf. Það er frábært yfir axlirnar þegar það er kalt úti. Ég lét nælu fylgja með því og er það nælt saman með henni. Við það verður sjalið flottara en ef það væri bundið saman. Ég gerði alveg eins handa mér en bara rautt.
Hér er Herdís BIrna í íkornapeysunni sem ég gerði. Hún var verulega fín en hvarf úr tjaldinu okkar í einni útilegunni. Vonandi hefur eitthvert annað barn getað notað hana.
Þetta er dóttirin með bleiku risaeðluna. Hún er prjónuð úr næstum því sjálflýsandi bleiku garni. Sonurinn fékk eina alveg eins nema neongræna og ekki með slaufu.
Hér er Darri í risaeðlupeysunni sem ég prjónaði handa honum. Það var ótrúlega gaman að gera hana og mikil áskorun þvi engar 2 línur í munstrinu eru eins.
Hér er ég með húfu sem ég prjónaði á mig og með trefil sem ég heklaði mér síðasta vetur. Hann er ótrulega þægilegur.
Friday, August 21, 2009
Upprekna peysan
Í sumar rakti ég upp gamla bómullarpeysu sem ég var búin að eiga í nokkur ár og tímdi ekki að henda. Afraksturinn eru þessir fínu hnyklar. Eftir að ég var búin að rekja upp peysuna átti ég ca. 600 g af þessu líka fína, hvíta garni. Einhvern tímann kemur að því að ég viti hvað á að gera úr þvi.
Nú er bara að finna fleiri peysur. Ég hef reyndar augastað á einni sem Gunni á en er hættur að nota..... Þetta er líklegast skemmtilegasta endurvinnslan sem ég hef ástundað og er ég svo sannarlega ekki hætt henni.
Thursday, August 20, 2009
Sokkar - toe up
Þá eru sokkarnir búnir. Þetta gekk bara merkilega vel, þurfti bara að rekja hælinn einu sinni upp. Ég áttaði mig ekki á því að þegar ég tengi
lykkjurnar aftur inn í prjónið þá var nauðsynlegt að taka bandið á milli lykkjanna með til að það myndaðist ekki gat.
Með því að taka bandið með sem var á milli lykkjanna kom ég í veg fyrir að það myndaðist gat þegar lykkja var prjónuð aftur með.
Það er ótrúlega auðvelt að prjóna þennan hæl. Hver sem er getur prjónað sokka þegar þessi hæll er prjónaður og þá skiptir engu máli hvort byrjað er ofan á sokknum eða á tánni.
lykkjurnar aftur inn í prjónið þá var nauðsynlegt að taka bandið á milli lykkjanna með til að það myndaðist ekki gat.
Þegar hællinn var myndaður skildi ég lykkjurnar eftir óprjónaðar á prjóninum þar til 11 lykkjur voru eftir til að prjóna, eftir það prjónaði ég þær aftur með eina í einu inn í umferðina.
Með því að taka bandið með sem var á milli lykkjanna kom ég í veg fyrir að það myndaðist gat þegar lykkja var prjónuð aftur með.
Það er ótrúlega auðvelt að prjóna þennan hæl. Hver sem er getur prjónað sokka þegar þessi hæll er prjónaður og þá skiptir engu máli hvort byrjað er ofan á sokknum eða á tánni.
Herdís Birna er svakalega ánægð með sokkana sem hún fékk. Ég ætlaði að gera þá á mig en þegar hún sá litinn á þeim ákvað hún að þeir væru fyrir hana og ég gat ekki sagt nei. :-)
Monday, August 17, 2009
Noregur
HÆ
Guðrún og Kristín
Kristínu vinkonu og börnin hennar. Það var svo gaman að hitta þau því það er langt síðan síðast, næstum því ár. Kristín var höfðingi heim að sækja og dekraði við okkur á allan hátt. Fyrsta kvöldið var auðvitað boðið upp á íslenskt lambalæri enda fátt sem slær þeim mat við.
Auðvitað var farið í bæinn og þar vorum við Kristín búnar að mæla okkur móts við Guðrúnu vinkonu okkar sem við höfðum ekki hitt í ein 13 ár eða svo. Samt var eins og við hefðum hist fyrir nokkrum vikum síðan. Það þurfti bara að gera grein fyrir því sem hafði gerst á þessum árum.
Guðrún og Kristín
Hér er Kristín með börnin sín Jasmin og Elias.
Við fórum á Vísindasafn sem er í Osló og þar atti Herdís kappi við þessa beinagrind í kappróðri.
Þegar tíminn í Osló var uppurinn (og leið allt of hratt) var haldið til Sandnes sem er úthverfi Stavanger (svona eins og Kópavogur er við Reykjavík nema miklu miklu stærri). Eftir 10 tíma ferðalag vorum við komin heim til Sólveigar systur, Inga, Þórs, Magnúsar og Katrínar.
Þegar tíminn í Osló var uppurinn (og leið allt of hratt) var haldið til Sandnes sem er úthverfi Stavanger (svona eins og Kópavogur er við Reykjavík nema miklu miklu stærri). Eftir 10 tíma ferðalag vorum við komin heim til Sólveigar systur, Inga, Þórs, Magnúsar og Katrínar.
Þar eins og í Osló var til skiptis sól og blíða eða rigning. Þar sem við elskum mat verð ég að segja frá að eitt góðviðriskvöldið höfðum við rækjur og brauð í matinn. Þá pillar maður rækjunrnar úr skelinni og setur á brauð, síðan er bætt við majónesi og sítrónusafa og góðgætinu skolað niður með gosi eða hvítvíni, fer eftir aldri.
Veðrið var ótrúlega gott i nokkra daga og var meðal annars farið á ströndina en sökum spéhræðslu minnar og það að vilja ekki móðga neinn ákvað ég að setja ekki inn myndir frá þeirri ferð.
Aftur á móti eru hér myndir af skemmtilegri tívolíferð sem við fórum öll í. Garðurinn heitir Kongeparkenn og þar voru tæki fyrir alla, líka konur eins og mig sem verða flökurt við minnsta snúning (ekki aldurinn held ég, ég er svo ung hehe).
Í garðinum var meira að segja svæði fyrir týnda foreldra sem gátu sest niður og fengið sér eitthvað gott að drekka þar til börnin fundu þá.
Svo í restina eru hér myndir af miðbænum í Stavanger og svo ein af stóra stráknum mínum sem fór í ótrúlega þægilegan nuddlazyboy sem var í Leiklandi sem við fórum í.
Eitt var alveg ótrúlegt. Einn daginn, yndislegt veður og allt það, ætluðum við að sitja úti og sóla okkur en það sem tók á móti okkur var þvílík skítafíla að annað eins þekkist varla. Bændurnir í nágrenni Sandnes höfðu borið svínaskít á túnin hjá sér og allt byggðarlagið lyktaði viðbjóðslega. Ótrúlegt að þetta skuli vera leyft.
Allt í allt var ferðin alveg frábær. Mótökurnar æðislegar og allt lék við okkur. Takk fyrir móttökukrnar elsku systir og vinkona.
Wednesday, August 12, 2009
Heim frá "Norge"
Þá erum við komin heim eftir frábæra dvöl í góðu yfirlæti í Noregi. Fyrst fórum við til Kristínar vinkonu í Osló og síðan til Sólveigar systur í Sandnes. Ég held bara að það sé ekki hægt að biðja um betri mótökur en við fengum hjá þeim.
Mikið svakalega eigum við glataða krónu. Þetta var svo hallærislegt að við tímdum varla að kaupa okkur hálfa lítra af gosi því flaskan kostaði á bilinu 300 - 500 ísl. kr. eftir því hvar flaskan var keypt. Það var nánast sleikt innan úr flöskunum svo ekkert færi til spillis. Núna þurftum við að margfalda allt sem við keyptum með 20 til að fá út íslenska verðið en þar áður þegar ég fór marfölduðum við allt með 10 og þá var sko gaman að vera í Osló.
Því miður bilaði myndavélin þegar ferðin var við það að klárast svo ég verð að bíða með að setja inn myndir þar til ég get nálgast þær.
Ég er búin með annan sokkinn þar sem ég byrjaði á tánni. Þetta er nú svo sem ekkert endilega betri aðferð en sú gamla. Ég er komin að hælnum á hinum sokknum en ætla ekki að gera hann fyrr en ég get notað myndavélina því mig langar að setja inn myndir af því hvernig hann er gerður.
Mikið svakalega eigum við glataða krónu. Þetta var svo hallærislegt að við tímdum varla að kaupa okkur hálfa lítra af gosi því flaskan kostaði á bilinu 300 - 500 ísl. kr. eftir því hvar flaskan var keypt. Það var nánast sleikt innan úr flöskunum svo ekkert færi til spillis. Núna þurftum við að margfalda allt sem við keyptum með 20 til að fá út íslenska verðið en þar áður þegar ég fór marfölduðum við allt með 10 og þá var sko gaman að vera í Osló.
Því miður bilaði myndavélin þegar ferðin var við það að klárast svo ég verð að bíða með að setja inn myndir þar til ég get nálgast þær.
Ég er búin með annan sokkinn þar sem ég byrjaði á tánni. Þetta er nú svo sem ekkert endilega betri aðferð en sú gamla. Ég er komin að hælnum á hinum sokknum en ætla ekki að gera hann fyrr en ég get notað myndavélina því mig langar að setja inn myndir af því hvernig hann er gerður.
Subscribe to:
Posts (Atom)