Thursday, September 23, 2010

AppelsínukragiÞessi kragi er ferlega hlýr og þægilegur. Hjá mér var mikilvægt að velja garn sem styngi ekki og þess vegna prjónaði ég hann úr merinóull. Vegna úrtökunnar sem er í kraganum hangir hann ekki niður heldur helst þokkalega vel uppi.

Litlir hringprjónar nr. 3,5

1 hnota/dokka af garni sem passar fyrir prjónana

Munstur:
* Prjónið 8 lykkjur, slá bandi yfir prjóninn, prjónið 2 lykkjur saman*. Endurtekið frá * til * út hringinn. Prjónið 1 umferð slétt prjón. (Þegar kemur að úrtöku fækkar lykkjunum 8 fyrst í 7 lykkjur og síðan í 6 lykkjur.)

Kragi:
Fitjið upp 120 lykkjur og prjónið 3 garða. Tengið í hring. Prjónið munstur allan hringinn. Þá eiga að vera 12 munstur.

Prjónið 5 cm.

Pjónið þá * 7 lykkjur , slá bandi yfir prjóninn, prjónið 2 lykkjur saman*. Endurtekið frá * til * út hringinn. Þá eru 108 lykkjur á prjóninum.

Prjónið þar til stykkið mælist 10 cm.

Pjónið þá * 6 lykkjur , slá bandi yfir prjóninn, prjónið 2 lykkjur saman*. Endurtekið frá * til * út hringinn. Þá eru 96 lykkjur á prjóninum.

Prjónið þar til allt mælist 15 cm.

Prjónið 4 garða.

Fellið laust af. Gott er að nota prjón nr. 5 til að fella af með. Þá fæst úrtaka sem er nógu laus til að komast auðveldlega yfir höfuð.

No comments:

Post a Comment