Thursday, September 16, 2010

Svo sætur

Hvað er friðsælla en að sjá kött sofa? Ég varð næstum öfundsjúk út í að hægt væri að sofa svona vel. Kötturinn haggaðist ekki þó ég tæki nokkrar myndir af honum.
Hann lét ekki einu sinni rifa í augun. Bara steinsvaf. Hann er ekki alltaf svona rólegur. Núna truflar draslið í stólnum hann og er hann farinn að bregða á það ráð að taka hnyklana og teppið í kjaftinn og draga fram á gólf. Það er ótrúlega fyndið að sjá hann böglast með þetta og þess vegna set ég garnið aftur upp í stólinn til að geta hlegið meira.

1 comment:

  1. Ég er á því að það sé mjög hollt fyrir geðheilsuna að eiga kött. (Eða réttara að njóta þeirrar náðar að fá að veita þeim húsaskjól. Þeir ákveða það nefnilega sjálfir). Ekki skaðar ef þeir eru svona fallegir eins og þinn. Bröndóttir kettir eru að mínu mati eitt af undrum náttúrunnar. Það er gaman að horfa á þá þó þeir liggi hreyfingarlausir og geri ekki neitt.

    ReplyDelete