er alveg ótrúlega skemmtileg bók. Ég kláraði hana fyrir stuttu síðan og hafði verulega gaman af því að lesa hana. Er enn að hugsa um hvort hún sé sannsöguleg eða ekki svo vel er hún skrifuð.
Meðan ég var að lesa hana fórum við Gunni á Árbæjarsafn. (Hann var búin að lesa bókina) Megnið af tímanum þar fór í að skoða húsin og athuga hvenær þau voru byggð. Ef þau voru frá þeim tima sem sagan gerist fórum við inn og skoðuðum húsið. Ég held að það hafi sjaldan verið jafn gaman að heimsækja safnið. Ekki skaðaði að þar var einnig markaður og keypti ég þá bestu chillisultu sem ég hef smakkað (líklegast sú eina sem ég hef smakkað ;-)Ég væri alveg til í að prófa að búa til svona sultu svo ef einhver á uppskrift sem ég má fá eða getur bent mér á síðu með góðri uppskrift þá væri það vel þegið.
Annars er ég búin að búa til rifsberjahlaup og sólberjahlaup með Ólöfu systur. Rifberjahlaupið er mjög gott en ég enn að bíða eftir að sólberjahlaupið verði þykkt svo hægt sé að borða það. Með þessu er ég alveg að verða fyrirmyndarhúsmóðir eða er það ekki?
No comments:
Post a Comment