Sunday, September 12, 2010

Rauðu hanskarnir

eru búnir fyrir nokkru síðan. Það tók sinn tíma að skola úr þeim og leggja þá til og að því loknu að taka mynd af þeim.
Útkoman er þessi


Þeir eru fagurrauðir með gylltum þræði í, prjónaðir úr sisu garni. Garnið er fallegt þannig að útkoman verður fín.

HB á þá og bara ánægð með þá. Ég hélt fyrst að þeir gætu orðið of jólalegir en það er ekki. Um leið og það fer að kólna getur hún notað þá.

Ég get nú ekki sagt að hanskar sé það skemmtilegasta sem ég prjóna. Ónei, þeir eru seinlegir og mér fannst ég alltaf vera að gera það sama þegar ég prjónaði fingur eftir fingur. (Ótrúlegt tillitsleysi við prjónafólk að maðurinn skuli vera með 10 fingur). En þar sem útkoman var góð á ég kanski eftir að nenna að prjóna annað hanskapar. Ég lofa samt engu....

1 comment:

  1. Þvílíkur dugnaður hjá þér, kona. Ég held ég hafi aldrei séð heimaprjónaða hanska áður, bara vettlinga. Súperflottir.

    Kv. Ólöf sis

    ReplyDelete