Stærð:
8-10 ára, (kvenstærð)
Prjónar nr. 6
Munstur: Klukkuprjón.
Munstrið er prjónað á
eftirfarandi hátt:
1. umferð: Takið 1 L óprjónaða
slétt af prjóninum (þetta er kanntlykkja og er alltaf tekin óprjónuð), * prjónið
1 slétta L, sláið bandi yfir prjóninn og takið eina lykkju óprjónaða fram af
eins og um brugðna lykkju væri að ræða*. Endurtakið frá * - * að síðustu lykkjunni.
Síðasta lykkjan er kanntlykkja eins og sú fyrsta og er alltaf prjónuð slétt.
2. umferð: Takið 1 L óprjónaða slétt af prjóninum (kantlykkja),
* sláið bandið yfir prjóninn og takið eina lykkju óprjónaða fram af eins og brugðna
lykkju, prjónið bandið og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *. Endurtakið frá * - *
að síðustu lykkjunni. Prjónið hana slétta.
Þessar tvær umferðir eru
endurteknar.
Eyrnaband: Fitjið upp 17 (19) L á prjóna nr. 6.
Fyrsta og síðasta lykkjan eru kanntlykkjur. Í byrjun prjóns er fyrsta lykkjan tekin
óprjónuð fram af prjóninum og í lokin er síðasta lykkjan prjónuð slétt. Prjónið
klukkuprjón þar til stykkið mælist 42 (46) cm. Fellið af eða geymið lykkjurnar.
Band: Fitjið upp 9 lykkjur. Prjónið 12
umferðir slétt yfir allar lykkjurnar (slétt á réttunni, brugðið á röngunni).
Geymið lykkjurnar (ekki fella af).
Frágangur: Saumið eða lykkið eyrnabandið saman.
Leggið bandið yfir sauminn á eyrnabandinu, slétta prjónið út, og lykkið saman
þannig að bandið fer í hring utan um sauminn á eyrnabandinu og dregur það
saman. Mér fannst betra að lykkja bandinu saman til að minnka þykktina framan á
því.
Orðskýringar:
Prj = prjónið
Nr. = númer
L = lykkja
Ef eitthvað er óljóst í uppskriftinni, sendið mér endilega póst eða skrifið athugasemd svo ég geti lagað hana.