Wednesday, April 16, 2014

Norska peysan

er tilbúin.
My Norwegian sweater is ready.Ég er rosalega ánægð með hana (eins og flest sem ég geri, hehe).  Og tölurnar, svo flottar.
I'm very happy with it (like with most of the things í knit or crochet or..., hehe). And the buttons, so pretty.Uppskrftin er fengin úr gömlu eintaki af Prjónablaðinu Ýr og ég breytti engu, sem er frekar óvenjulegt fyrir mig. Ef eitthvað hefði mátt vera öðruvísi þá væri það síddin. Peysan hefði mátt vera sirka 4 cm síðari.

The pattern is from an old copy of "Prjónablaðinu Ýr" (and originally  from Sandnes yarn).  I made no changes with the pattern or the color choice, which is pretty unusual for me. If anything should have been knitted differently, I should maybe have made it 4 cm longer.

Litasamsetningin er flott og munstrið fíngert og fallegt. Ég þurfti að rekja upp 11 umferðir í munstrinu en það skipti litlu máli því það var gaman að prjóna það.

The color combination is great and the pattern is beautiful. I had to rip out 11 rounds in the pattern, but it was ok because it was quite okay to knit it again.

Sunday, March 16, 2014

Peysuprjón

Nú er ég langt komin með að klára 2 peysur. Sú fyrri er á mig.
Now I am well on the way to finish two sweaters. The first one is for me.


Í gær þurfti ég að rekja upp 11 umferðir því ég notaði óvart rangan lit í munstrið og það varð allt aflagað vegna þess. Peysan er prjónuð á prjóna nr. 3 svo ég var næstum með tárin í augunum að rekja upp enda 336 lykkjur sem voru á prjóninum.
Yesterday I had to undo 11 rounds that I had knitted because I used wrong color in the pattern. Because of those mistake the pattern was all wrong. The sweater is knitted on needles no. 3 and 336 loops on the needle so I was almost with tears in my eyes when I was undoing my knitting.


Hin peysan sem er að klárast er á 18 mánaða barn og fær systurdóttir mín hana. Það er búin að liggja töluverð pæling í henni þar sem ég skrifaði uppskriftina jafnóðum og ætla ég að setja hana á vefinn fljótlega. 
The other sweater is for a 18-month baby and my aunt will get it. It's been a lot of thinking while I was knitting it since I wrote the pattern on the knittingway. I will share this pattern on Prjónaæði as soon as I have finished writing it.Litirnir eru mjög fallegir saman og verður þetta sumarpeysa enda prjónuð úr bómullargarni.
The colors are very pretty together and will it be a nice summer-sweater, especially because it is made of cotton yarn.

Sunday, February 23, 2014

Hafið bláa

Prjónar nr. 8

Prjónfesta: 10 cm eru 17 umferðir

Garn sem passar við prjónfestu. Ég notað Hubro frá Dalegarn, ljósblátt og dökkblátt.


Fitjaðu upp 68 lykkjur á prjóna númer 8 með dekkri litnum. Tengdu í hring og pjónaðu stroff, 2 sléttar lykkjur og 2 brugðnar lykkjur. Prjónaðu þar til stykkið mælist 7 cm.

Skiptu yfir í dekkri lit og prjónaðu 1 hring með sléttu prjóni. Í þessari umferð á að auka út um 1 lykkju þar sem hringurinn tengist (69 lykkjur á prjóninum).

Prjónaðu nú munstur samkvæmt teikningu. Athugaðu samt að umferðin endar á einni brugðinni lykkju. Í þriðju umferð munsturs er aftur aukið um 1 lykkju í lok umferðar og eru þá komnar 2 brugðnar lykkjur í lokin og 70 lykkjur á prjóninn.

Hægt að velja um tvö kaðlamunstur. Annars vegar snúa kaðlarnir í sitt hvora áttina (munstur 1), hins vegar snúa kaðlarnir í sömu átt (munstur 2).

Takið 2 lykkjur og setjið á hjálparprjón, leggið lykkjurnar fyrir framan og prjónið lykkjurnar 2 fyrir aftan. Prjónið síðan lykkjurnar fyrir framan

Takið 2 lykkjur og setjið á hjálparprjón, leggið lykkjurnar fyrir aftan og prjónið lykkjurnar 2 fyrir framan. Prjónið síðan lykkjurnar fyrir aftanHér er hægt að sjá myndband frá Drops studio sem sýnir hvernig kaðall er prjónaður.

Prjónið nú þar til allt stykkið mælist 19 cm. Prjónið þá sléttu lykkjurnar 2 saman allan hringinn, 63 lykkjur eru þá á prjóninum.

Þegar búið er að prjóna 22 cm eru allar brugðnu lykkjurnar prjónaðar 2 saman allan hringinn, 49 lykkjur á prjóninum.

Þegar stykkið mælist 26 cm eru tvær lykkjur prjónaðar saman allan hringinn.

Bandið er að lokum dregið í gegn um þær lykkjur sem eru eftir.Frágangur: Gangið frá öllum endum. Búðu til dúsk og saumaðu á kollinn.


Hér er hægt að finna slóð á uppskriftina.

Sunday, February 9, 2014

Janúarpeysan

31. janúar kláraði ég að prjóna og ganga frá endum peysunnar sem ég ákvað að prjóna og klára í janúar. Áætlunins stóðst sem sagt.
   January 31. I finished knitting and sew in ends of the sweater I decided to knit in January. The plan went well.

Peysan er úr Prjónablaðinu Ýr nr. 53 og er eftir íslenskan hönnuð, Svanhvíti Kristjánsdóttur. 
     The sweater is from Knittingmagazine Yr. no 53 and is designed by an Icelandic designer, Svanhvit Kristjánsdóttir.

Uppkriftin er vel skrifuð og fannst mér auðvelt að fylgja henni. Á peysunni eiga að vera vasar en ég ákvað að sleppa þeim þar sem þeir þjónuðu engum tilgangi öðrum en að vera til skrauts og peysan er það fín að þá þurfti ekki.
     The pattern is well written and I found it easy to follow. The sweater should have pocket but I decided to drop them.

Það kom vel út að blanda saman garntegundunum kitten mohair og sisu. 
     It was a good good mix to blend together the yarn types kitten mohair and SISU.

1. febrúar fór ég ásamt syninum í Litlu garnbúðina og völdum við tölur á peysuna. Við ákváðum að hafa þær ekki alveg hvítar heldur tónaðar með gráu til að þær yrðu ekki alveg eins áberandi. Ég vildi hafa munstrið aðal en ekki tölurnar.
     1. of February  I went with my son to a yarn store to buy some buttons for the sweater. We decided to have them white with some gray tones so they would not be quite as noticeable.

Sunday, January 26, 2014

Skrítíð sjal

Í haust byrjaði ég að prjóna óvissusjal sem er kallað Color Craving eftir Stephen West sem hannar undir nafninu Westknits
This fall I started knitting a mystery shawl that is called Color Craving and is designed by Stephen West who designs under the name Westknits.


Byrjunin var sérstök og ómöglegt að ímynda sér hvernig sjalið myndi líta út í lokin.
The beginning was special and impossible to imagine how the shawl would look when it would be finished.


En það var gaman að prjóna það. Ég notaði einband og litirnir voru dökkbrúnn, turkisblár og appelsínugulur. Ég sem sagt ákvað að fara út fyrir ramman og nota liti sem ég er ekki vön að nota og alls ekki saman en þeir komu vel út.
But it was fun to knit. I used Icelandic yarn named Einband and the colors I chose were dark brown, turquoise and orange. I actually decided to go outside my color box and use colors that I'm not accustomed to using and never together but the result were very satisfying. 


En nú er ég að fella af og alveg að verða búin að því. Það tekur nokkra klukkutíma að fella af sjalinu þar sem lykkjurnar eru fjölmargar og affellingin þannig að það á að fitja upp 3 lykkjur og fella af 6.
But now I am casting off and almost done with it. It takes several hours to finish it because there are so many knitting stitches to cast of and of course this shawl has not an ordinary cast of but one that is with a pattern so it will take me looong time to finish it of. 


Svo er það janúarpeysan. Nú er ekki mikið eftir. Planið er að klára að fella af sjalinu og klára síðan peysuna. Hún ætti því að klárast síðar í vikunni.  
And then there is my January sweater. There is not much left of it. The plan is to finish the shawl and then finish the sweater. It should be done later this week.

Monday, January 13, 2014

Peysur

Það gengur ágætlega með peysuna sem ég er að prjóna fyrir DÞ.  Þó veit ég að ég næ ekki að klára hana á tveimur vikum eins og ég stefndi að.
It goes well with a sweater I'm knitting for DTH (my son). But I know that I can not finish it in two weeks as I had intended.
 Peysan er þægileg í prjóni og uppskriftin enn sem komið er vel fram sett. Ég notaði sömu liti og eru gefnir upp í uppskriftinni og finnst þeir koma vel út.
 The sweater is nice to knit and the pattern well written. I used the same colors and are used in the pattern and they look great.
 Ástæðan fyrir því að það gengur hægar með peysuna en ég planaði er að ég er að prjóna aðra peysu og er hún fyrir mig. 
The reason why I am so slow to knit the sweater is that I'm knitting another sweater and it is for me.
 Hún er prjónuð á prjóna nr. 3 og er frá Sandnes garn og er uppskriftin úr Prjónablaðinu Ýr. Ég hef verið að prjóna hana við sjónvarpið og er það fínt þar sem ég er búin að vera að prjóna hring eftir hring og það verður ansi tilbreytingarlaust.
  It is knitted on needles no. 3 mm(us 2,5) and from Sandnes yarn. I've been knitting it while watching the TV and it's fine because I've been knitting round and round and it will become pretty monotonous.
En nú er ég komin að því að prjóna munsturbekk og það verður gaman. Og ég meina það í alvöru.
But now it´s  time to knitting a massive pattern and it will not be done watching the TV. But it  will be fun and I meanit,  really.

Thursday, January 2, 2014

Nýtt verkefni

á nýju ári.
New project in a new year.

Strákurinn minn bað mig um daginn að prjóna nýja peysu handa sér. Hver getur sagt nei við slíkri beiðni? Ekki ég.
My boy came to me the other day and asked me to knit a sweater for him. Who can say no to such request? Not me.


Við völdum peysu úr prjónablaðinu Ýr og er mynd af henni hér fyrir ofan. Ekki skemmir fyrir að frændi okkar er módelið á myndinni.
We picked sweater from Icelandic knitting magazine and the picture of it is here above. The designer is Icelandic and has done a fantastic job on this sweater. Icing on the cake is that my cousin is the model in the picture.Því var stormað af stað og garnið keypt í peysuna í dag og svo byrjaði ég að prjóna hana núna í kvöld. Sonurinn bað um að ég yrði ekki í nokkra mánuði að prjóna peysuna (eins og er allt of algengt hjá mér því ég er með allt of mikið í gangi í einu) og ég í stærlæti mínu sagði að ég gæti verið svona 2 vikur að prjóna hana. Jamm!
So to the shop I stormed today and bought the yarn for the sweater and started knitting it tonight. My son asked if it would take me few months to knit it (as is all to common with me because I always have too much knitting going on at once) and I, with out thinking, told him that I could be like 2 weeks to knit it. Yup!

Monday, December 30, 2013

Jóla- og áramótakveðja

Ég sendi þér mínar allrabestu jóla- og áramóta kveðjur.  Vonadi áttu gott prjóna/hekl/ útsaums ár framundan.

Mikið afskaplega líður desember alltaf hratt, sérstaklega þegar ég ákveð á síðustu stundu að búa til jólagjafir. 
How quickly December always passes by and this year especially since I decide at the last minute to knit some Christmas gifts.Það var búið að veltast í mér hvað ég ætti að gefa systrum mínum í jólagjöf og ákvað ég að lokum að prjóna jólakúlur handa þeim. Ég átti uppskrift sem ég fékk frá Unni vinkonu minni og notaði ég kremhvíta ull í ljósa hlutann og grænt glitgarn í bjöllurnar og prjónaði á prjóna nr. 3. 


 I had been thinking about what I should give my sisters for Christmas and I finally decided to knit Christmas balls for them. I had a pattern I got from my friend Unnur and I used off-white wool in the white part and green glitter yarn for the bells.Bjöllurnar eru mjög fallegar enda munstrið fallegt. Ég hef aldrei áður prjónað jólakúlur en nú langar mig til að gera eina eftir hverju munstri sem ég á svo það verður fjör framundan. 

The bells are very beautiful. I've never before knitted Christmas balls but now I want to make one from each pattern so I will be having much fun for me ahead.
Jólatréð sem ég byrjaði á í lok nóvember er ekki tilbúið ennþá en stefnan er sú að klára það fljótlega, enda langt komin með það, og prjóna smáhlutina yfir árið. Í desember ætti það að vera tilbúið og hægt að nota það sem dagatal.

The Christmas tree that I started at the end of November is not ready yet but the plan is to finish it soon.  Then I will knit all the small things over the next 11 months. In December, it should be ready to be used as a Christmas calendar.

Á pinterest er hægt að finna þó nokkuð af jólakúlu uppskriftum með því að slá inn t.d.  "Christmas balls knit".

On pinterest are lot of patterns for Christmas balls and I fount them when I taped "Christmas balls knit".

Tuesday, December 10, 2013

Jóladagatal


prjónarans og heklarans.
Eru ekki allir að löngu byrjaðir að opna jóladagatalið hjá Garnstudio? Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum þá er það hér. 
The Advent calendar for those who knit and crochet.
Hopefully every knitter and crocheter has started to open the advent calender from Garnstudio.  If not you can find the website here.

Tuesday, December 3, 2013

Desember

Nú er desember kominn og styttist óðum í jólin. Þá er um að gera að jólast aðeins. 
Now it's December and the holidays are rapidly closing in. Then, it´s time to make things for Christmas.

 Ég ákvað að prjóna jólatré. Ég á uppskrift frá Alan Dart sem er alveg frábær prjónahönnuður og hannar alls konar fígúrur og hluti.
I decided to knit a Christmas tree. I have a pattern from Alan Dart who is a fantastic knitting designer and design all kinds of figures and objects.


Ég keypti mér glitrandi grænt pelsgarn sem á eftir að verða vel loðið og glitrandi jólatré. Tréð er í rauninni dagatal og vonandi næ ég að byrja á að prjóna smáhlutina 24 sem á að hengja á tréð frá 1. desember.
I bought sparkling green fur yarn that will be well hairy and sparkling Christmas tree. The tree is a Christmas calendar and hopefully I'll can start on knitting 24 small things that will hang on the tree.