Monday, April 20, 2015

Ýmislegt

er í gangi eins og venjulega í handavinnuhorninu. Nýtingartaskan þar sem ég hnýti saman alla spotta sem falla til og eru nógu langir til að binda saman gengur ágætlega og er ég að hugsa um að fara að klára hana. 
Lot of things are in progress as usual in the handicraft corner. The bag of utilization, where I tie together yarn ends that are long enough to tie together, goes well and I think I will finish it soon.
 Ég var því að hugsa um að hekla næst handföng og nokkra hringi yfir þau svo það verði gott hald í henni.
 Undir töskunni sést í endurvinslumottu sem var hekluð úr gömlu laki og sængurveri sem var orðið ónýtt.
I think I will start to crochet the handles next and a few laps after that so it will be strong hold in it. 

  Under the bag is a recycled mat that was crochet from old sheets that were not used anymore.
 Einn lítill amigurumi er einnig að verða til .Hausinn er kominn og síðan fylgja bolur, útlimir og eyru á eftir. 
One small amigurumi is also starting to take shape. The head is ready and then the body,  limbs and ears will follow.


Að lokum langaði mig að sýna mynd af blaði sem ég keypti mér um daginn. Fatasaumur er því á dagskrá bráðlega. Mér finnast Ottobre blöðin mjög góð því sniðin eru þægileg að vinna með og góðar leiðbeiningar með þeim.
Finally, I wanted to show a picture of a sewing magazine I bought the other day. To sew some clothes is therefore on the list. My experience is that the instructions in ottobre are good and easy to sew clothes  based on them.

Monday, April 6, 2015

Húfa með línu


Stærð: Ein stærð sem passar fyrir dömur og herra
Prjónar: Hring- og sokkaprjónar nr. 3 og 3,5 mm
Prjónfesta: 10 cm eru 23 lykkjur á þveginni prufu
Garn: Sem passar við prjónfestu. Ég notað Smart frá Sandnes garn.


Fitjaðu upp 114 lykkjur á prjóna númer 3. Tengdu í hring og pjónaðu stroff, 4 sléttar lykkjur og 2 brugðnar lykkjur allan hringinn. Prjónaðu stroff þar til stykkið mælist 4 cm.
Skiptu yfir á prjóna nr. 3,5 og prjónaðu 1 hring með sléttu prjóni. Síðan er munstur
prjónað.

 Munstur:  
      
1.  Prjónaðu 54 lykkjur slétt. Því næst eru  2 lykkjur settar á hjálparprjón og lagðar aftan við hringprjóninn (inn í húfuna), prjónaðu 2 lykkjur af hringprjóninum framan við hjálparprjóninn. Næst eru lykkjurnar 2 sem eru á hjálparprjóninum prjónaðar. Kláraðu að prjóna hringinn.
2. Prjónaðu 1 hring án úrtöku.
3. Prjónaðu 52 lykkjur slétt. . Því næst eru 2 lykkjur settar á hjálparprjón og lagðar aftan við hringprjóninn (inn í húfuna), prjónaðu 2 lykkjur af hringprjóninum framan við hjálparprjóninn. Næst eru lykkjurnar 2 sem eru á hjálparprjóninum prjónaðar. Kláraðu að prjóna hringinn.
4. Prjónaðu 1 hring án úrtöku.

Munstrið er prjónað áfram eins og umferðir 3 og 4 nema alltaf er prjónað 2 lykkjum styttra í munsturumferðinni (oddatölu-umferðin þar sem línan myndast) og vefur línan sig þá um kollinn.

Prjónaðu nú þar til allt stykkið mælist 14 cm.

Þá hefst úrtakan:

*Prjónið 12 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman*. Endurtaktu frá * til * út hringinn. Nokkrar lykkjur verða eftir í afgang og eru þær pjónaðar inn í úrtökuna þegar þær passa þar inn.
Pjrónið 1 hring án úrtöku.
*Prjónið 11 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman*. Endurtaktu frá * til * út hringinn.
Pjrónið 1 hring án úrtöku.
Úrtakan er prjónuð þannig áfram ásamt línunni. Línan leggst yfir úrtökuna. Prjónaðu úrtökuna áfram þar engin lykkja er eftir á milli úrtakanna. Pjónaðu þá 2 lykkjur saman allan hringinn. Kklipptu bandið og dragðu í gegn um þær lykkjur sem eru eftir.


Frágangur: Gangið frá öllum endum. Gott er að skola úr húfunni og leggja á handklæði meðan hún þornar.

Wednesday, April 1, 2015

Hvutti og húfur

Þessi litli hundur bættist í hóp amigurumi fígúra frænku minnar um daginn.
This little dog joined the group of amigurumi figure my aunt has few days ago.
 Uppskriftin er fengin úr Candy Magazine 1 og er hundurinn heklaður úr Candy garninu. 
 This pattern is from the Candy Magazine 1 and the dog is crocheted from the yarn Candy that is specially designed for the patterns (or the patterns for the yarn).
 Svo ákvað ég að nota afgangasgarn og prjóna húfur úr því . Sú fyrsta var röndótt úr dökk brúnu og gráu Smart garni.
 So I decided to use rest yarn and knit a hat. The first one was striped from dark brown and gray Smart yarn from Sandnes yarn.
 Síðan kom blá húfa með línu sem leggst yfir kollinn, einnig úr Smart.
Then came a blue hat with a line that runs over the hat, also from Smart.

 Og að lokum kláraði ég blómahúfu sem er nokkuð síðan ég byrjaði á. Litirnir sem eru í henni eru koksgrár og kremaður. Munstrið teiknaði ég eftir útsaumsmunstri sem ég fann á Pinterset og lagaði það að prjóninu.
 And finally I finished a floral hat I started some time ago. The colors in it are dark gray and creamed. I drew the pattern from a embroidery pattern I found on Pinterset and changed it to fit for the knitting look.
Ég er að skrifa uppskriftina fyrir fyrri húfurnar 2 og kem til með að birta þær á blogginu þegar þær eru tilbúnar.
I am writing the pattern for the first two hats, and when it´s ready I will post them on the blog.

Sunday, March 8, 2015

Kláruð verkefni

Það sem af er ári er ég búin að klára 3 prjónaverkefni og 1 heklverkefni.
So far this year I have finished 3 knitting projects  and 1 crochet project.
 Fyrir það fyrsta prjónaði ég þessa peysu fyrir systurdóttur mína og gaf henni í 2ja ára afmælisgjöf.
 For the first I knitted this sweater for my niece and gave it to her for her 2 years birthday.Uppskriftin er úr prjónablaðinu Ýr nr. 58 og prjónaði ég hana í stærð á milli 2ja og 4ra ára. Ég var áður búin að prjóna eins peysu fyrir systur hennar svo nú í fyrsta skiptið er ég búin að prjóna 2 eins peysur. 
The pattern is from Sandnes yarn and knitted with smart no 4611. The size is somewhere between 2 and 4 years. I already have a sweater knit as this one for her sister, so for the first time I've knit 2 sweaters of the same kind.

 Síðan dreif ég mig í að klára gatamunstraða peysu sem ég byrjaði á fyrir nokkrum árum síðan.
I then gave me time to finish this lace knitted sweater that I started a few years ago.
 Uppskriftin og garnið er frá Rowan.
 The pattern and yarn is from Rowan.
 Liturinn er eins og á myndinni fyrir neðan, fallega grænn en ekki litleysa eins og á þessari mynd. Ég ákvað samt að setja hana inn því hún sýnir munstrið vel. 
The color is as shown in the picture below, a beautiful green but not colorless like this photo. I still decided to put it in because it shows the pattern quite well.

Peysan er í retro stíl. Eini gallinn sem mér finnst vera er að þar sem uppskriftin er nokkuð gömul þá er peysan dáldið stutt. Ég þarf að finna út við hvað hún passar best því ég tími ekki að leggj henni . Hún er of flott til þess.
The sweater is in retro style. The only lack in it is that I think because the pattern is a bit old and therefore is the sweater rather short. I need to find out what goes best with my new sweater because I can´t keep it in the closet, it´s too nice for that.

Sunday, February 15, 2015

Endurvinnsla

getur verið svo skemmtileg.
Recycling can be so much fun.
Undanfarið hef ég verið að sauma flísvettlinga úr afgangsefni og gömlum flísfötum. Í stroffið hef ég notað gamlar barnasokkabuxur.
Lately I've been sewing fleece mittens from leftover material and old fleece clothing. For the rib I've used old children tights.
Einnig dró ég fram peysu sem ég prjónaði fyrir mörgum árum síðan og var orðin vel slitin af notkun þegar börnin mín uxu upp úr henni. Ég hef samt ekki tímt að henda peysunni.
Also, I pulled out an old sweater that I knitted many years ago. It had become a well-worn (the hem was actually ruined) from use when my children grew out of it. Yet I did not  want to throw it away.

   
 Núna á ég frænku sem passar í peysuna og ákvað ég að annað hvort gæti ég lagað peysuna eða ég myndi henda henni.
 Now I have an aunt who fits in the sweater so I decided that either I would fix sweater or I throw it away.
 Lagfæringin tókst bara nokkuð vel og í rauninni létti yfir peysunni að fá bleika litinn til viðbóta.
The fixing looks pretty good and it it made the sweater more girly when the pink yarn was added to it. 
Heklið faldi líka allt slit svo peysan er orðin vel nothæf og verður fín í allt slark í vor og sumar.
The crocheted hem is also hiding all the ruinings so the sweater has become usable and will be fine in all kinds of out door games this spring and summer.

Thursday, January 22, 2015

Skógarhöggshúfa


Stærð: Dömu/herra (medium)

Garn: Léttlopi, tveir litir, ein dokka af hvorum lit
Prjónar nr 3,5
Prjónfesta: 19 lykkjur eru 10 cm
                                           
Fitjið upp 104 lykkjur á prjóna númer 3,5 með ljósari litnum. Tengið í hring.
Prjónið stroff 2 sléttar lykkjur og 2 brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 9 cm.
Skiptið yfir í dekkri litinn og prjónið slétt prjón.
Í fyrstu umferðinni með dekkri litnum er aukið út um 13 lykkjur með því að prjóna 8 lykkjur og auka síðan út um 1 lykkju, 13 sinnum. Þá eru 116 lykkjur á prjóninum. 
Prjónið nú þar til dekkri liturinn mælist 2 cm.
Prjónið þá rendur þannig:
         2 umferðir með ljósari litnum
         2 umferðir með dekkri litnum
         2 umferðir með ljósari litnum
         2 umferðir með dekkri litnum
         2 umferðir með ljósari litnum
Prjónið áfram með dekkri litnum þar til allt stykkið mælist 18,5 cm.  
Þá hefst úrtaka.
     1. umferð: Prjónið 6 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Í lok hrings eru 5 lykkjur í afgang
     2. og 3. umferð eru prjónaðar sléttar án úrtöku. Þessar 2 umferðir eru prjónaðar á milli úrtökuumferðanna
     4. umferð: Prjónið 5 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Í lok hrings eru 5 lykkjur í afgang
     7. umferð: Prjónið 4 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Í lok hrings eru 5 lykkjur í afgang
    10. umferð: Prjónið 3 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Engin lykkja í afgang
    13. umferð: Prjónið 2 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman
    16. umferð: Prjónið 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur saman
    19. umferð: Prjónið 2 lykkjur saman allan hringinn
    22. umferð: Prjónið 2 lykkjur saman allan hringinn
Klippið nú bandið og dragið það í gegn um allar lykkjurnar

 Frágangur: Gangið frá öllum endum. Skolið úr húfunni með sjampói og hárnæringu til að mýkja hana og látið þorna.

Saturday, December 27, 2014

Desember

Ég ákvað að prjóna nokkrar jólagjafir. 
Undanfarið hef ég fylgst með Brittamis Design á facebook. Í sumar var sett upp klútaprjón og valdi ég nú í nóvember að prjóna ZZ klut fyrir systur mínar.
I decided to knit a few Christmas gifts.
Recently I have been following Brittamis Design on facebook. This summer there was a cloth knitting and in November I decided to knit the ZZ cloth for my sisters.

Ég prjónaði þrjá klúta úr þremur mismunandi litum  (2 litbrigði af bláum). Allir komu þeir vel út og er munstrið gullfallegt. Ég keypti sápur í Body shop og setti með klútunum og þá var komin jólagjöf.
I knitted three washing clothes from three different colors (two shades of blue). All worked out fine and the pattern is beautiful. I bought soaps from Body shop and put them with the cloths and gave my sisters as Christmas presents.
Í nóvember ákvað ég líka að prjóna peysu fyrir pabba minn í jólagjöf. Uppskriftin er úr bókinni "Prjónað úr íslenskri ull" og er hún prjónuð úr léttlopa. Ég er reyndar hrifnari af plötulopanum en ákvað að fylgja uppskriftinni. 
In November, I decided also to knit a sweater for my dad for Christmas. The pattern is from the book "Prjónað úr íslenskri ull" and is knit from light wool. Actually I do like plötulopi better but decided to follow the pattern.
Peysan er mjög fallegt og litatónarnir renna mjög vel saman. Mitt mat er að þetta er fallega hönnuð peysa.
The sweater is very beautiful and the color tones flow very well together. My assumption is that this is a beautifully designed sweater.

Þessa peysu prjónaði ég handa þriggja ára frænku minni og gaf í jólagjög. Uppskriftin er fengin úr prjónablaðinu Ýr nr. 58 og er hún prjónuð úr smart.
This sweater I knitted for my three year old aunt and gave as Christmas present. The pattern is from "Prjónablaðið Ýr" no 58 and I made it from Smart from Sandnes yarn.
Uppskriftin er ágæt en ég keypti garn fyrir stærð 4 ára og það var of lítið magn sem var gefið upp. Þegar ég sá að mig vantaði garn var of seint að fá í dokku í sama litanúmeri svo ég varð að breyta til í hálsmálinu. Ég endaði á að kaupa garn sem var líkt í lit en fíngerðara og angórugarn og setti ég þræðina saman og prjónaði hálsmálið úr þeim. 
The pattern is ok, but I bought yarn for size 4 years and it was not enough for the size. When I saw that I needed more yarn was it was too late to get one in the same color code, so I had to make some changes in the neckline. I ended up buying a yarn that was similar in color and some fluffy yarn and knitted the neckline with both of those threads.

Að lokum fékk mamma mín peysuna hér fyrir neðan í jólagjöf. Hana var ég búin að prjóna í sumar. 
At last I made the sweater below for my mom as Christmas present. I knitted it last summer so it was just waiting to be handed over.

Sunday, October 5, 2014

Barbie

Ég fór í frænkuafmæli um daginn og ákvað að gefa barbie föt í afmælisgjöf.
I went to a birthday party for my sisters daughter the other day and decided to give her barbie clothes for her birthday.
Það dugði ekkert minna til en gullkjóll, pels og gulltaska.
I decided that nothing less than a golden dress, fur coat and gold bag was enough for my aunt.
Uppskirftirnar átti ég í blaði sem ég keypti fyrir mögum árum. Það var frekar sérstakt að prjóna úr gullgarninu því það var einhvern veginn stíft viðkomu og án þeirrar mýktar sem ég leita eftir í garni. Pelsgarnið var aftur á móti mjúkt og gott viðkomu.
I found the patterns in a knitting magazine I bought years ago. It was rather special to knit from the golden yarn because it was somehow stiff to touch and without the softness that I look for in a yarn. On the other hand the fur yarn was soft and nice to touch.

Dressið vakti mikla lukku.
My aunt did like her present a lot. 
Thursday, August 28, 2014

Sumarverk

Vá hvað það er langt síðan síðast. Svona líður tíminn hratt þegar það er gaman hjá manni. 
Wow, that's a long time since last. Time passes fast when you are having fun. 
 Þessa peysu kláraði ég snemma í sumar og er mjög ánægð með hana.  Hún er úr hörblönduðu garni sem ég gróf fram af lagernum. Litirnir eru mun grænni en sést á myndinni.
I finished this sweater early this summer and I am very happy with it. It´s made of yarn that has among other fibers linen.  I dug that yarn out of my stock. The colors are much greener than the picture shows.
 Síðan prjónaði ég lopapeysu á eiginmanninn og notaði lopa afganga í hana. Hún er prjónuð á prjóna nr. 8 og úr þreföldum plötulopa.
Then I knitted Lopi sweater for my husband. I knitted it from a leftover wool. It is knit on needles no. 8 and three-plate plðtulopi.
 Ein frænka mín sem er dúkkumamma pantaði þessa húfu hjá mér því dúkkan átti enga húfu sem passaði vel heldur bara stórar barnahúfur af henni sjálfri.
One of my niece's is a dollmama and she ordered this hat for her doll wich had no hat that matched well on the dollhead.
 Sama frænka fékk þennan púða í afmælisgjöf.
 The same aunt got this pillow for her birthday.
 Svo var það sultugerðin. Ég er búin að gera rabbarbarasultu, rabbarbara- og döðlusultu og rifsberjasultu. 
Then there was the jam  making. I made rhubarb jam, rhubarb- and datejam and red currant jelly.


Þá er nú upptalið það handverk og þau bústörf sem innti af hendi í sumar. 
That´s it. Those are the crafts and agriculture work I did this summer.

Wednesday, June 18, 2014

Nexus og HM prjón

Um daginn fór ég í bókabúðina Nexus sem er uppáhaldsbókabúðin mín í Reykjavík. 
The other day I went to the bookstore Nexus, wich is by the way my favorite bookstore in Reykjavík.
  
 Þar er úrval af handavinnubókum sem eru öðruvísi en í öðrum bókabúðum.
There is a range of handicraft books witch are different than the selection in other bookstores.
 Þar fékk ég þessa dásamlegu heklbók. Hún gengur út á þessa dúkku sem myndin er af og allskonar handa henni, föt og hlutir. Og myndirnar, dásamlegar.
There I got this wonderful crochet book. In the book is a girl I will someday crochet and lots of clothes and other items for her. And the pictures, lovely.
 Svo er það HM peysan sem varð að vera þannig að ég get prjónað hana án þess að þurfa að horfa á hana þegar ég prjóna.
Then there is the world champion sweater I decided to knit while watching the games. It had to be rather easy to knit so I can knit and watch the tv.
 Ég valdi peysu úr prjónablaðinu Ýr nr. 55.
I decided to knit a sweater from Sandnes yarn.
 Ég breytti henni reyndar þannig að ég prjóna hana í hring og ætla að klippa upp því ég vil ekki láta hana rúlla til hliðanna. Svo er ég að hugsa um að hekla í klippta kantinn (steeking) og sauma síðan fallegt skáband inn í hana. 
  I did change the pattern so I knit it in circle in stead of flat. Then I'm going to steek it and sew some nice looking band into it so the edges will not roll out like seen in the picture.

Svo er bara að prjóna. Áfram Þýskaland.
And then there is some knitting to do. Go Germany